Búnaðarrit - 01.01.1938, Blaðsíða 167
B U N A Ð A R R I T
159
í'yrirmyndarbragur á öllu, bæði utan húss og innan.
Auðvitað er það ekki. Mennirnir eru alltaf misjafnir,
og svo eru konurnar einnig, og eins og viðgengst al-
staðar og í öllum stéttum er svo margt sinnið sem
skinnið; og eins og margir afburða- og fyrirmyndar-
menn finnast innan stéttarinnar, þannig eru þar líka
þekktir trassar og ráðlitlir einstaklingar. En löður-
mennin eiga sér jafnan stutta sögu sem smábændur,
þeir gefast upp; ýmsar ástæður eru því valdandi, og
ekki sízt það, að bæði þarf dugnað, þekking og hag-
sýni, ef vel á að fara. Meðalmanninum er þó starfið
fært, en lyddunni ofvaxið. Og þó innan stéttarinnar
finnist einstaklingar, sem ekki eru vanda sínum
vaxnir, á þó stéttin i heild skilið það hrós, sem hún
fær.
Einkenni kúgunar og undirokunar eru horfin, en í
stað þeirra gefur að líta unga menn og meyjar, með
djarfa framgöngu, búin til að taka við því starfi, sem
nútíma smábýli tilheyrir. Eins og það voru inenn af
öðrum stéttum sem gerðust forvigismenn og mála-
flytjendur nýbýlastefnunnar á sinum tíma, þannig
munu og smábændurnir ætíð verða lifrænir þátttakend-
ur og aðstoðarmenn, til að lyfta oki með öðrum stétt-
um, er þess gerist þörf.
í skrifstofubyggingu józku lánveitingastofnunarinn-
ar fyrir smábændur, hefir myndhöggvari einn mótað
táknmyndir, er segja sögu kotungsins. I anddyrinu er
mynd af smábónda nútímans, frjálsmannlegum og
glaðlegum í framgöngu. Maðurinn og kona hans ganga
heim af akrinum og hafa kýrnar með sér; hann ber orf
um öxl, hún heldur á prjónum. í gluggum ibúðarhúss-
ins eru blómsturpotlar, og fyrir dyrum úti situr afi
gamli og gætir sonarsonar síns. Drengurinn breiðir út
faðminn er hann sér foreldrana koma, móðirin brosir
og faðirinn veifar lil hans. Gainli maðurinn lygnir
augunum, horfir á ungu hjónin og minnist um leið