Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 172
164
B U N A Ð A R R I T
gat ég léð honum hjálp til að kaupa jörð sína; hún er
lítið eitt stærri en mín. Það hefir orðið mér rnest gleði
á gamals aldri að geta hjálpað börunm mínum til þess
að komast á tryggan grunn. Sjálf hafa þau haft við-
leitnina; það var mér ánægjuefni. Elzta dóttir mín
stýrir nú húsi rnínu, hún hefir verið á hússtjórnar-
skóla.“
Vér höfum kvatt gamla manninn. Vestanstormurinn
hlæs yfir landið. Hér eru engin fjöll, sem gefa logn-
ríka sæludali, en sveitasælan breiðir sig þó yfir landið
hvar sem auganu er litið.
Ef til viil er það vestanvindurinn sem herðir, svo
logninolludrungi fær hvergi aðgöngu. Svo virðist sem
hæði landið, og fólkið sem yrkir og byggir landið, beri
þess ljósan vott.
Þjóðfélagið og bóndinn.
Kjarninn í nýbýlahreyfingunni er og verður frá
sjónarmiði þjóðfélagsins spurningin um kjör og lcaup
vinnu- og verkafólks, samanborið við smábóndann.
Verkamennirnir í bæjunum krefjast þess, að fram-
leiðslutækin séu tekin úr höndum einstaklinganna, til
þess að hægt sé fyrir ríkið að ráða atvinnuháttum, er
þess gerist þörf. Krafan er einnig hærra kaup og styttri
vinnutími, og þar sem þetta tvennt aldrei samrýmist
stefnu vinnuveitendanna, stendur baráttan sí og æ, og
er á barmi byltingar þegar lengst gengur. Því minni
þátt sem lándbúnaðurinn spilar í þjóðarbúinu, þeim
mun fleiri atvinnuleysingjar að öðru jöfnu, því sá
hluti þjóðarinnar, sem landbúnað stundar, er aldrei
atvinnulaus. Þar sem landbúnaðurinn er sterlcur þátt-
ur í þjóðfélagsbúskapnum, hefir það mikið að segja
hvort landið er í fárra hönduni eða margra og hvort
jarðirnar eru stórar eða smáar. Óánaigðir verkamenn
íinnast að sjálfsögðu á meðul þeirra, sem vinna hjá