Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 174
BUNAÐARRIT
ltíG
álítur, að bylting ein megni að lyfta þeim þjóðfélags-
þegnum, sem við erfiðust kjör eiga að búa, á hærra stig
menningar og velmegunar. En hann vill eftir megni
styðja hægfara þróun, seni engu gömlu fleygir, fyrr en
sannað er, að hið nýja taki hinu gamla fram, og liann
styður ætíð þá stefnu sem vill hindra, að ein stétt inn-
an þjóðfélagsins lifi af annara vinnu, og gildir einu
hvort um hærri eða lægri stétt er að ræða. Til eru menn
sem í háði hafa látið svo um mælt, að þjóðin líklega
hefði kjölfestu sina, þar sem smábændurnir vinna. En
háðglottið hefir stirðnað á andlitum hinna sömu manna,
því er þeir hafa óskað að sjá smábýlin uppleysast og
bændurna komast á vonarvöl, máttu þeir i stað þess
horfa á hið sterka mótstöðuafl þeirra, þegar kaldast
blés, og þegar stórbændurnir á árunum eftir 1930 er
kreppan var hörðust, höfðu í hótunum og efndu til
kröfugöngu, þá brostu hinir smærri bændur í kamp-
inn; þeir fundu að vísu til kreppunnar, en þeir voru
vanir því, að vinna fyrir lifsnauðsynjum sínuin, og
vanir því, að eitt og eitt ár gæfi takmörkuð gæði. Þegar
hart blæs, svo stoðir þær sem þjóðarheildin hvílir á,
riða og reika, þá er það gefið, að þeir verða harðast
úti, sein hafa lífsframfæri sitt af, að framleiða bluti
sem hægt er að vera án; hinir sem draga gæðin úr
skauti náttúrunnar, bjargast lengst, þó stundum kunni
erfitt að ganga. Því stærri hluti af þjóðfélagi hverju
sem lifir af því er í landinu verður ræktað, þeim
mun tryggari er grundvöllur sá, sem þjóðfélagsstoð-
irnar hvíla á, og því betur stendur þjóðin af sér and-
byri allt, hvort sem er af náttúrunnar hendi eða mann-
anna. Þessvegna þýðir úthlutun ræktaðs lands, til fleiri
sjálfstæðra búandi manna, aukna tryggingu fyrir sjálf-
stæði og velferð þjóðarinnar.
I þessu sambandi er ástæða til að spyrja, hver álirif
það hefir á andlega og líkamlega heilbrigði fólksins,
að fleiri og fleiri verða sjálfstæðjr atvinnurekendur,