Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 186
178
BÚNAÐARRIT
hét J. Nygaard; hann fékk enskt fé. Báðar þessar ti 1—
raunir háru lítinn árangur, þó lifði álitlegur hópur af
færeyska fénu, en Grænlendingar litu sauðfjárræktina
hornauga og fáir reyndu að halda sauðfé. Stjórn
Grænlandsmála hafði hinsvegar trú á möguleikunum.
og árið 1912 kom til hennar maður, L. Walsöe, sem.
bauðst til að taka að sér að koma á sauðfjárrækt á
Grænlandi. Stjórnin tók þessu boði, og til að undirbúa
málið sendi hún Walsöe fyrst til Grænlands og síðan.
til fslands. Walsöe var fæddur 1880. Hann hafði farið'
víða um heim, meðal annars til Ástralíu, og kynnst
þar sauðfjárrækt. Árið 1913 kom hann til íslands. Það
var höfundarins hlutskipti að leiðbeina honum og út-
vega upplýsingar um sauðfjárræktina hér á landi, og.
síðar að vera í ráði með ýmsar ráðstafanir þessu við-
víkjandi. Eftir að Walsöe hafði kynnt sér allar ástæð-
ur, bæði á Grænlandi og hér á landi viðvíkjandi sauð-
fjárrækt, kom hann hingað lil lands aftur 1915. KeyptL
hann hér 175 fjár. Féð var flest frá Hólum í Hjalta-
dal og þar úr nágrenninu (Svarfaðardal). Flest voru
þetta gemlingar, stór og hraustleg ærefni. Hrútarnir
voru keyptir á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu. Sauð-
fjárhópurinn var rekinn suður til Reykjavíkur, þar
tók e.s. „Hans Egede“ hann og flutti til Júlíanavon_
Á þessum langa rekstri og flutningi höfðu aðeins tap-
ast tvær kindur. í Júlianavon var búið að sjá fyrir
húsum og fóðri handa fénu; því reiddi vel af fyrsta
veturinn. Með þessum stofni var sauðfjárræktarbúið
í Júlíanavon sett á laggirnar. Til þess voru einnig flutt-
ar leifar af hinum fyrra sauðfénaði, er komið liafði til
Grænlands. í Frederiksdal voru þá 65 kindur, færeysk-
ar. Presturinn fékk að hafa nokkrar af þeim eftir, hitt
fór til fjárræktarbúsins. Sagt er að sauðfé þetta hafi
verið næsta vesælt útlits og með ýmsum litum. Frá
Góðvon komu 7 kindur, að líkindum af enskum stofni..
Allt þetta aðkomufé var fremur þrifalilið og var nær