Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 188
180
BÚNAÐARRIT
væri fyrir hendi með sauðfjárrækt og búnað á Græn-
landi. Walsöe var látinn fara til Noregs, Orkneyja og
viðar til að afla sér fræðslu i þessum efnum. Hann
l'erðaðist einnig um Grænland. En þetta var eigi látið
nægja. Árið 1923 fór höfundurinn að tilvísun Græn-
landsstjórnar til Grænlands og ferðaðist þá um alla
Austurbyggð. Hann skrifaði skýrslu um förina, sem
mikið hefir verið rædd í dönskum blöðum, þegar talað
er um búnað á Grænlandi.1) Síðan fór hann aftur til
Grænlands 1937. Fór hann um alla Vesturströndina og
Vesturbyggð og ritaði alllanga skýrslu um för sína,
sem nú er prentuð. Auk þessa fór einn af mestu jarð-
yrkjumönnum Dana, K. Hansen (ríkisráðunautur) til
Grænlands 1925. í fylgd með honum var E. Knudsen,
tilraunastjóri frá Færeyjum. Þeir ferðuðust um Aust-
urbyggð og Vesturbyggð, tóku sýnishorn af jörð og
fóðurefnum, sem siðar voru rannsökuð. Skýrslur
þeirra og ályktanir eru að miklu leyti í samræmi við
tillögur höfundarins. Sama ár fór nefnd manna til
Grænlands til að rannsaka búnaðarskilyrði. Formaður
fararinnar var O. Bendixsen. Hann hefir gefið út bók,
„Grönland som Nybygger-land“, þar er víða vísað til
skýrslu höfundarins. í skýrslum og ritum þessara
manna er að finna ýmsar upplýsingar um búnað og
búnaðarskilyrði á Grænlandi. Þá má geta þess að til
þess að starfa við sauðfjárræktarbúið og til að kenna
hagnýtingu á afurðum búfjár, hefir verið leitað að-
stoðar frá íslandi. Árin 1921—23 dvaldi ungfrú Rann-
veig Lindal á Grænlandi. Hún kenndi þar tóskap og
matreiðslu sauðfjárafurða. Hún hafði styltri námskeið,
bæði í Júlíanavon og öðrum þorpum í Austurbyggð.
Grænlendingum þótli kennsla hennar mjög skemmti-
leg og hún hefir borið allgóðan árangur. Árið 1931 fór
1) Höfundurinn tók cinnig nokkur sýnishorn af jarðvegi og
fóSurefnum. I>að voru liinar fyrstu rannsóknir, sem gerðar hafa
verið á Grænlandi, f>ví viðvíkjandi.