Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 193
BÚNAÐARRIT
185
sökuð. Gott samræmi er í rannsóknunum, benda þær
til að jarðvegurinn sé sæmilega góður til ræktunar,
enda hefir xæynslan sýnt að svo er, en mikils áburðar
er þörf, ef jurtirnar eiga að ná sæmilegum vexti.
Veðrátta er næsta mismunandi, sem að líkum lætur
í jafnstóru landi, sem nær yfir 24 breiddarstig. Því er
mikill munur á loftslagi í Norður-Grænlandi og Suður-
Grænlandi, en álíka mikill munur er talinn að vera í
Suður-Grænlandi á loftslagi á yztu annesjum og eyj-
um og á skýldum stöðum inn í fjörðunum. Mest áhrif
á loftslagið hefir ísbreiðan yfir landinu og hafísinn við
strendurnar. Aðeins hinir skýldu staðir, sem áður er
minnst á, cru verndaðir fyrir þessum áhrifum. Á Græn-
landi er veðrátta mjög breytileg, eigi aðeins á hinum
ýmsu stöðum, heldur og frá ári til árs. Þó virðist sem á
Grænlandi séu meiri staðviðri en hér, hitinn er svipað-
ur og á sumum stöðum norðanlands. Úrkomur eru
mínni á Grænlandi, oft eru þar löng þurkatimabil, sein
eru óhentug fyrir allan jurtagróður, vindar og stormar
geta verið þar mjög ofsafengnir, en þeir lcoma sjaldan.
Jurtagróður er breytilegur eftir staðháttum. Úti á
annesjum, eyjum og einnig í Norður-Grænlandi, er
jurtagróðurinn víðast hvar þroskalítill og kyrkingsleg-
ur, oft eigi annað en skófir eða lyng. Á skýldum stöð-
um í döluin eða fjörðum verður gróðurinn þroska-
meiri og legundir margar. Á stöðum með góð raka-
skilyrði er oft blómlegur og þroskamikill jurtagróður.
Allvíða er runnagróður, birki og víðir. Runnarnir verða
2—3 metra háir, þar innan um vaxa svo ýmiskonar
grastegundir og blóm. Þetta land er álitlegt yfir að sjá,
því greinar runnanna breiða sig út yfir steina og berg.
Á stöku stað eru birkihríslur, allt að 6—7 metra háar.
Þetta er þó aðeins á örfáum stöðum. Víðast hvar er
gróðurinn slitróttur, smátoppar hér og hvar, þar sem
jurtirnar hafa getað náð fótfestu, en hert bergið á milli.
Það sem sérstaklega er áberandi, er hinn víðáttumikli