Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 195
BÚNAÐARRIT
187
Eskimóar búa úti við ströndina eða á eyjum, þar sem
lietra er til veiða.
Um búnað. Vér höfum stuttlega skýrt frá hinum
fyrstu tilraunum til búnaðar á Grænlandi og hver skil-
yrði eru þar fyrir hendi. Nú skulum við segja frá því,
hvernig búnaðinum er hagað, en fyrst minnast á,
hvernig vér hyggjum að landnámsmenn hafi starfað
nð búnaði þar.
Búnaður fyrrum. Landnámsmenn fluttu ineð sér bú-
l'é. Margt hefir það eigi verið, enda veiðin verið aðal-
ntriðið fyrst um sinn, því að á Grænlandi hefir verið
urmull af allskonar veiðidýrum, fuglum og svo voru
fiskiveiðar. Við fornmenjarannsóknir á safnhaugum við
bæina l'innst mest af beinuin af selum, hvölum og
öðrum sjávardýrum. Bendir það til, að mest hafi verið
notað af kjöti þessara dýra, enda fóru menn fyrrum
langar veiðiferðir norður í land, og er sagt að hinir
stærri bændur hafi haft sérstakar skútur til þessara
ferða. Þótt .nú að veiðarnar hafi verið aðallífsfram-
færið, hafa þó hinir fornu Grænlendingar að sjálf-
sögðu haft nokkurn búnað. Býlin voru 280 og á þeim
•öllum voru skilyrði fyrir nokkurn búpening. Alstaðar
voru góðir hagar, en engjar nær engar. Verður því að
ætla að búpeningur hafi gengið sjálfala sumar og vetur.
í góðærum hefir þetta gengið vel, en þá er hart var í
ári hefir búpeningur fallið unnvörpum, ef til vill gjör-
fallið í sumum bæjum eða sveitum. Þetta hefir gert
mikla erfiðleika, sem hafa orðið þess valdandi, að
margir hafa þurft að leggja meiri stund á veiðar, ef
til vill horfið frá búnaðinum og flutt til staða, þar sem
veiði var betri. Með þessu kemst á nánari kynning við
Eskimóa, sem hel'ir endað með samruna þessara kyn-
stofna. Sá búpeningur, sem landnámsmenn fluttu með
sér, var nautgripir, sauðfé, geitur og hestar, og ef til vill
örfá svín. Þessi búpeningur hefir að mestu bjargað sér