Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 199
B Ú N A Ð A R R I T
191
viarssuk, Narsak, Sletten og Góðvon). Alls er búið eða
verið að rækta sem tún 24 ha. Þetta eru auk garðanna
hinir einu blettir, að heita má, sem ræktaðir eru á
Grænlandi. Ræktunartilraunir eru enn skammt á veg
komnar. — Grænlendingar sjálfir eru nú fyrst
að byrja með jarðyrkju. Land það, sem tekið hefir
verið til ræktunar, er bæði harðvelli og mýrar. Það
liefir verið reynt að sá höfrum. Þeir hafa sprottið veL
verið slegnir, þurkaðir eða settir í vothey. Þá hefir og
verið reynt að rækta fóðurrófur. Á nokkrum stöðum
hafa þær gefið ágæta uppskeru. Til þess að fá mikla
uppskeru þarf mikinn áburð og lítur út fyrir að jarð-
vegurinn þarnist meiri áburðar, en víðast hvar ann-
arsstaðar. Mikið væri hægt að safna af ýmiskonar á-
burðarefnum. Mestallur fiskúrgangur og kjötleifar fara
nú forgörðum.
Búpeningsrækt. Sauðfjárrækt er aðallega stunduð.
Aðrar búfjártegundir hafa minni þýðingu.
Sauðfé og geitur eiga auðveldast með að nota gróð-
urinn, enda eru ágætir sauðfjárhagar, svo leitun mun
á öðrum betri. Áður er sagt frá hinni fyrstu reynslu
með sauðfjárrækt á Grænlandi. Nú verður talað um
hirðingu og meðferð sauðfjárins.
Sauðfjárstofninn er íslenzkur. Hinar fyrstu kindur
komu til Grænlands 1915 og síðar voru sendir þangað
hrútar (1921 og 1934 og oftar). Af fé því, sem fyrir var,
færeyskt og enskt, er hægt að sjá lítilsháttar blöndun,.
en islenzkra sauðfjáreinkenna gætir inest. Á Grænlandi
eru 2 sauðfjárræktarbú stofnuð og starfrækt á kostn-
að grænlenzku stjórnarinnar. Annað er í Júlíanavon,.
stofnað 1915, en hitt í Góðvon, stofnað 1930. Búin hafa
hliðstæð verkefni. Tilgangur þeirra er að ala upp góðan
sauðfjárstofn, gera athuganir um fóðrun og hirðingu
sauðfjár, leiðbeina og kenna Grænlendingum sauð-
fjárrækt og annað er að búnaði lýtur. Til þessa
lána húin þeim sein vilja byrja með sauðfjárrækt.