Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 202
194
BÚNAÐARRIT
vegið allt að 28 kg. Ullin er einnig mikil. Gæði afurð-
anna virðast vera mikil. Allar líkur eru til að ær mundu
mjólka vel á Grænlandi.
Það, að sauðfjárafurðir eru óvenju miklar á Græn-
landi, mun aðallega vera að þakka hinum ágætu sauð-
fjárhögum. Þetta er mjög eftirtektarvert einnig fyrir
oss, að góðir bithagar auka afurðir sauðfjársins um
Va eða meir. Þetta bendir á að þörf sé fyrir nánari
rannsókn á þessu atriði og endurbætur á högum þar
sem þess er þörf.
Nautgripir eru eigi margir. Lengi höfðu embættis-
menn 1—2 kýr, sem þeir reyndu að afla fóðurs handa.
Svo kom búið á Görðum til sögunnar 1780. Þar hafa
síðan verið haldnir nautgripir, þó oft með harmkvæl-
um. Tala nautgripa var 1850 um 40. Síðari árin hefir
hún verið: 1927 70, 1930 52 og 1936 50.
Kýrnar eru af dönskum uppruna (józkar). 1925 var
sent til Grænlands íslenzkt naut. Það hefir gefið góða
raun. Nautgripirriir eru af likri stærð og hér.
Fóðrun nautpenings er á Grænlandi erfiðleikum
bundin. Veruleg tún, að undanskilinni nýyrkjunni, er
eigi um að tala. Heyið er reitt saman við hin fornu
býli og hér og hvar, lítið á hverjum stað. Inni í fjörð-
unum álíta menn 800 kg. af heyi nægilegt vetrarfóð-
ur. í J)orpumim þarf meira um 2000 kg. Á seinni árurrt
er farið að gefa nautgripum kjarnfóður. Á vetrum er
nautgripum beitt. Þá er litil mjólk. Á sumrum safna
gripirn/r lioldum og mjólka. Munur á útliti nautgripa
á vorin og haustin er mikill. Um nautgriparækt á Græn-
landi er vart að ræða, nema í sambandi við nýyrkju.
Menn verða að yrkja Jiar tún, er gefi nægilegt fóður
fyrir J)ann nautpening, sem fóðra þarf. Túnyrkja á
Grænlandi er ekkert áhlaupaverk, eins og áður hefir
verið bent á, en á hinn bóginn er J)örf á nokkurri
mjólk, en nú er hún því nær engin. Menn nota þur-
mjólk handa börnum. Hún þykir góð, en dýr.