Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 206
198
BÚNAÐARRIT
sem hœgt er að hagnýta ef önnur skilyrði eru fyrir
höndum. Kost má það líka telja, að við Grænland eru
miklar fiskigöngur. Vissar fiskitegundir, t. d. loðna
o. fl„ fylla firðina á sumum tímum árs. Loðnan er
þurkuð og er ágætis fóður. Úr henni mætti búa til fiski-
mjöl. Kjarnfóðurs væri því hægt að afla í Grænlandi.
Þá eru taldir aðalkostir Grænlands sem búnaðarlands,
en rétt er að líta einnig á ókostina, sem eru fleiri.
Landið er sæbratt og nær ekkert undirlendi, á nokkr-
um stöðum hæðótt láglendi. Meginhluti landsins er
herg og grýttur jarðvegur. Samkvæmt rannsóknum
þeim, sem gerðar hafa verið, er ræktanlegt land urn
1000 ha. Hér eru þó aðeins talin hin stærri svæði, en
auk þeirra eru smáhlettir til og l'rá um allt land, sem
ineð erfiðismunum má rækta. Allt þetta eru þó ágizk-
anir, því ábyggilegar mælingar vanta. Mikill munur
er á Grænlandi og íslandi til ræktunar. Ræktanlegt
land hér, telst um 2 millj. ha. Þá er veðráttan á Græn-
landi oft og tiðum óhagstæð og inildum breytingum
undirorpin. Að vísu er sumarhiti nokkur á skýldum
stöðum, en oft koma löng þurkatímabil, sem hindra
vöxt gróðursins. Stormar gera þar stundum mikinn
usla. ísarnir kringum landið liggja mismunandi lengi
og veldur það breytilegu veðráttufari. Allt þetta og
fleira gerir ræktunina næsta ótrygga og veldur mikl-
um búnaðarörðugleikum og skal nokkuð nánar á það
minnst.
Nýyrkjan er fyrirhafnarmikil. Framræsla og grjót-
nám kostar mikla vinnu. Jarðvegurinn er seigur. Það
er erfitt að nota nokkur stærri jarðyrkjutæki á Græn-
landi, vegna þess hve blettirnir eru litlir og grýttir.
Mikið þarf að bera á, ef nokkuð á að spretta, en það
er til gnægð áburðarefna á Grænlandi, en meginhluti
þeirra liggur enn ónotaður svo sem fiskúrgangur, kjöt-
leifar, mannasaur og fuglaáburður. Á Grænlandi verð-
ur grasræktin aðalatriðið. Túnræktin er þar á frum-