Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 210
Þangmjöl.
Eftir Theodór Arnbjörnsson frá Osi.
Gott er það þegar framsýnir menn og hagsýnir leita
nýrra -viðfangsefna, sem geti gefið atvinnu og aukið
:svigrúm annara atvinnuvega. Hvorttveggja þessa virð-
ist nú svo mikil þörf, að hver ein skynsamleg tilraun
í þessa átt ætti að vekja athygli almennings og fögnuð.
Því þó tilraunin væri ekki ýkja stór, þá er ekki vitað í
upphafi hvaða vexti hún geti náð, ef vel er að henni
búið, og almenningur gefur henni maldegan gaum. —
Ein af þessum nýungum, sem ég lít hýrum augum, er
þangmjölsvinnslan i Hveragerði í Ölfusi, sem hluta-
félagið Þangmjöl hefir komið þar upp, og ber margt
til þess.
Það er þá fyrst, að þessi fóðuröflun er viðbót við það
sem fyrir er í landinu. Hún dregur ekkert frá annari
fóðuröflun, svo sem heyskap eða fiskimjölsframleiðslu
og kuldar eða rigningar hafa ekki áhrif á hana, meðan
hún er aðeins stunduð sunnanlands, því þang vex við
ströndina í öllu ári, þó ís myndi stundum hamla
þangtekju norðanlands. Fóðuröflun þessi er því árviss.
Þangmjöl er framleitt svo, að um fjöru er þangið
skorið af klöppunum, þá þegar er það flutt á vinnslu-
staðinn; þar er það þvegið, brúna hveljan leist utan
af því, og er það þá fagurgrænt. Því næst er það þurkað
og malað. Þar sem aðeins er unnið úr nýsltornu þangi,
og það fullunnið þá þegar, er fóðrið óhrakið nýmeti,