Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 212
204
BÚNAÐARRIT
bendir Þórir Guðmundsson á, að þó að fóðurtilrauir
þessi gæfi framangreinda niðurstöðu um fóðurgildi
þangmjölsins, þá sé ekki hægt að slá föstu urn fóður-
gildi þess, eftir eina tilraun. — Ég er sannfærður um„
að Þórir Guðmundsson hefir unnið af ítrustu ná-
lcvæmni úr þeim upplýsingum sem fengust á Vífils-
stöðum, því hann var prýðilega nákvæmur og gerhug-
ull í öllum sínum athugunum, en mér virðast nokkrar
líkur benda til, að notagildi þangmjölsins myndi meira„
ef það væri gefið í smærri skömtum, og skal ég nú
vilcja að þvi.
Það er ekki verulega fágætt, að ýms sölt vanti í gróð-
urinn. Verður þetta einkum á harðlendum túnum í
miklum þurkum, og mýrlendum túnum í miklum rign-
ingum. Ef heyin verkast vel gætir þess þó ekki meira
en svo, venjulega, að skepnurnar dofna aðeins yi'ir
veturinn og lífsþrótturinn fjarar töluvert út, en veru-
leg vanhöld verða ekki af. Þó eru þess noklcur dæmi,
að vöntun á söltum í fóðri hirtast sem sjúkdómur í
skepnunum að vetrinum, og það svo, að veldur dauðs-
föllum. Um vöntun á söltum i gróðrinum yfirleitt má
einnig sannfærast á því, að skepnur eru sólgnar í mat-
arsalt að sumrinu; kvíaám hefir oft verið smalað
þannig, að gefa þeim ofurlítið af matarsalti á stöðlin-
um á vissum tíma á málum og vantar þá aldrei kind.
Hestar og kýr eru einnig sólgin í salt, á hvaða tíma
árs sem er, og það svo, að það tekur mold, sem salt
hefir farið í, fram yfir grænan lifandi gróðurinn sem
vex í kringum saltblettinn. Einnig eru gripir sólgnir í
saltpækil um hásumar. Við þetta bætist, að hey missir
hvað fyrst auðleystustu söltin ef það hrekst, en á hverju
ári hrekst hey einhversstaðar á landinu, og oft í mörg-
um héruðum. Má því öllum vera ljóst, að hér er al-
geng steinefnavöntun í heyfóðri. — Þessi reynsla er
ekkert sérkenni fyrir íslenzka staðhætti, því ýmsar
þjóðir telja nauðsynlegt að hafa ætíð saltsteina þar sem