Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 214
20(5
BÚNAÐARRIT
— Það er því ekki hungur, sem fyrst og fremst veldur
ófarnaði skepnanna, heldur einnig einhæfi fóðursins,
vöntun á einstökum efnum, þar á meðal steinefnum, og
mótstaða skepnanna gegn hvers kyns sjúkdómum verð-
ur litil. Þegar þannig stendur á með fólk er því gjarn-
an gefið joð, bundið í mjólk, svo að það örfi starfsemi
líkamans og stuðli að aukinni blóðmyndun. Nú myndí
enginn bóndi gefa gripum sínum joðmjólk, til a&
byggja líkamann upp að joðjárni, og joðkalium, þó á
þennan hátt hefði borið frá réttu um fóðrið. í þang-
mjölinu er svo mikið af joði í nothæfum samböndum
að ekki þarf nema litinn skammt af því, til að full-
nægja joðþörfinni, og tel ég þetta því eitt af kostunx
þangmjölsins, sem fóðurs, á meðan fóður búpeningsins.
er svo mjög háð nýtingu heyjanna, sem enn er hér.
Þá er það alkunna um hænsni, sem verpa vel, að;
það er erfitt að fullnægja steinefnaþörf þeirra, nema
kalksamböndunum og að þeim hættir mjög við blóð-
leysi. Er þetta svo áberandi að oft ber á þessu á sumr-
um, ef þau fá ekki að ganga frjáls á gróinni jörð. —
Þangmjöl hefir verið reynt dálítið lianda þeim og gefið
góða raun, sem lítil íblöndun. Þetta hefir þó ekki enn
verið reynt til neinnar hlítar, en auðvelt að gera það,
því fuglarnir umsetja fóðrið svo fljótt, að fáa daga þarf
að bíða eftir nokkru svari og aldrei lengi eftir fulln-
aðarsvari.
Gæsarækt hefir nokkuð verið stunduð hér síðustu
árin og myndi arðvænleg ef ekki væri sá ljóður á, að
erfitt er að unga eggjunum út, einkum þeim sem gæs-
irnar verpa áður en jörð grær, og bendir þetta til að
vitamínskortur valdi. Nú er dálítil reynsla fyrir því
að ef gæsirnar ganga í fjöru síðari hluta vetrar þá
gengur útungunin betur en ella. Fyrir þessu er ekki
til svo mikil reynsla, að hægt sé að fullyrða um þessi
álirif, en það gefur þó svo miklar vonir, að sjálfsagt
sé að reyna áhrif sjávargróðursins á gæsirnar til hlítar.