Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 219
BÚNAÐARRIT
211
matarrctti, sætumauk og vín. Blöðin má þó einnig nota
í stað spínats, einkum meðan þau eru ung.
í rabarbaranum er töluvert af sýrum, einkum epla-
sýru og oxalsýru. Sýrumagnið er mjög mismunandi
mikið í hinum ýmsu afbrigðum. Of mikil neyzla
af oxalsýru er mjög hættuleg og verður að gæta þess
að neyta ekki of mikils í einu af sýruríkum afbrigð-
um, eins og t. d. Crimson Perfection. Oxalsýrunni er
annars hægt að eyða með því að láta Calciumkarbonat
(CaCOa) í vatnið, sem rabarbarinn er soðinn i. Oxal-
sýran breytist þá í Calciumoxalat, sem ekki leysist upp
í líkamanum, og er því óskaðlegt. Sé soðin 100 gr. af
leggjum mun þurfa um 0,6 gr. Calciumkarbonat til að
eyða sýrunni, og ætti ávallt að gera það, enda sparar
það sykur. I rabarbaranum er einnig mikið af járni og
ýmsum málmsöltum, sem eru líkamanum holl og nauð-
synleg.
Afbrigði. Afbrigðum al' rabarbara fjölgar stöðugt,
enda hefir mikið verið unnið að kynbótum. Þessi af-
brigði hafa myndast við kynblöndun milli tegunda og
afbrigða. Afbrigðin eru ekki kynföst og skyldi því ekki
fjölga þeim með fræsáningu. Hér á landi hefir tölu-
vert verið gert að því að sá rabarbara, en við það mynd-
ast ný al'brigði. Gæti komið til mála að athuga þessi af-
brigði, sem fyrir eru í landinu og eru líkur til þess að
finna mætti ný, góð, íslenzk afbrigði, þótt meginhluti
þess rabarbara, sem fjölgað hefir verið með fræsán-
ingu, sé lélegur.
Hvaða útlend afbrigði við ættum að rækta hér á
landi, er ekki hægt að segja með neinni vissu, vegna
þess, að engar nákvæmar tilraunir hafa verið fram-
kvæmdar.
Hér verður aðeins bent á nokkur þeirra afbrigða,
sem líklegust eru til ræktunar hér á landi.
Linnæus. Leggirnir eru langir, grannir og ljósrauðir.
Er snemmvaxin og myndar marga leggi.