Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 221
B Ú N A Ð A R RIT
213
skiptingu; með því móti viðhaldast eiginleikar afbrigð-
anna.
Rabarbara er bezt að skipta snemina að vorinu.
Gömlu rótarkekkirnir eru grafnir upp og stungnir í
sundur með spaða. Ekki má skipta smærra en a. m. k.
eitt rótarbrum fylgi hverjum hluta. Þeim mun smærra
sem skipt er, þeim mun lengri tími er þar til plönturnar
verða stórar. Smáplönturnar er bezt að gróðursetja
strax eftir skiptinguna. Ef plönturnar eru mjög litlar
og landrými takmarkað, má gróðursetja í raðir með
35 X 50 cm millibili og geta plönturnar staðið þar í
tvö ár. Á þeim tíma má helzt ekki taka neina leggi,
eða þá mjög fáa. Að þeim tíma liðnum eru plönturnar
svo gróðursettar þar sem þær eiga að vaxa. Sé aftur
á móti ekki skipt smærra en að 2—3 brum séu á hverri
plöntu er bezt að gróðursetja undir eins á vaxtarstað-
inn. Áður en gróðursett er, þarf að stinga moldina upp
vel og vandlega og blanda hana með gömlum áburði.
Gróðursetninguna á að framkvæma með vandvirkni.
Gæta þess, að holurnar séu svo djúpar og breiðar að
ræktunar geti legið beinar og að moldin blandist milli
rótargreinanna. Einnig þarf að gæta þess, að þrýsta
moldinni fast að rótunum. Rótarbrumin eiga að liggja
aðeins undir yfirborði moldarinnar að lokinni gróður-
setningu.
Millibilið milli plantnanna fer eftir stærð afbrigð-
anna. Victoria þarf 1,25 X R50 m, Linnæus 1,50 X 1.00
m og vínrabarbari 1,00 X 0,75 m.
Sumarhirðingin er fólgin í því, að halda jarðvegin-
um lausum milli plantnanna og eyða illgresinu. Einnig
þarf að bera á tilbúinn áburð, mun hæfilegt að dreifa
hnefafylli af Nitrophoska kringum hverja plöntu, þeg-
ar hún er komin í vöxt.
Blómstöngla er myndast síðari bluta sumars á að
skera burtu sem fyrst, því annars draga þeir úr vexti
leggjanna.