Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 222
214
BÚNAÐARRIT
Fyrsta og jafnvel annað sumarið eftir gróðursetn-
ingu má ekki taka nema sárafáa leggi. Plönturnar verða
að hafa starfandi blaðflöt til að geta safnað forða til
næsta árs. Þriðja sumarið má oftast taka leggi undir
eins og þeir eru nothæfir.
Leggina skyldi aldrei skera, heldur slíta þá lempi-
lega ai'. Gæta verður þess, að ganga aldrei nærri plönt-
unum, en t:dca smám saman gildustu leggina, þó ekki
lengur en til um 20. ágúst, úr því ætti að lofa plöntun-
um að halda nokkrum leggjum.
Að haustinu eftir að blöðin eru visnuð þarf áð þekja
plönturnar með göinlum áburði blönduðum moðrusli,
gott er að láta dálítið af trcull undir. Þetta er gert bæði
til þess að vernda plönturnar yfir veturinn og eins til
þess að gefa þeim næringu, sem yfir veturinn rignir
niður og blandast jarðveginuin. Að vorinu er áburður-
inn pældur niður milli plantnanna, einnig í þeim til-
gangi að hækka jarðveginn, vegna þess að rótarstöng-
ullinn smám saman vex upp yfir jarðaryfirborðið.
Af hverri plöntu má telja 25—45 leggi góða upp-
skeru.
Rabarbarinn getur gefið góða uppskeru í 15—20. ár,
án þess að vera fluttur, ef vel er hirt um hann.
Síðari hluta vetrar og snemma vors væri einnig hægt
með nokkurri fyrirhöfn að fá rabarbaraleggi. Er það
þýðingarmikið, því á þessum tíma er næsta lítið um
grænmeti.
Að haustinu má taka upp stóra, þroskamikla hnausa
og geyma þá í einhverju útihúsi, eða annarsstaðar þar
sem ekki er heitt, þakta þurri mold. Það gerir ekkert
til þó þeir frjósi dálítið.
Einnig má grafa hnausana upp að vetrinum, þegar
jörð er þýð.
Árið áður þarf að gefa þessum hnausum mikinn
áburð og ekki má taka nema fáa leggi, svo plantan
geti safnað sem mestri forðanæringu.