Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 226
218
BÚNAÐARRIT
veita liinum ýmsu jurtategundum breytileg lífsskil-
yrði í samræmi við lífskröfur þeirra, og þessar lífs-
kröfur verður garðyrkjumaðurinn að þekkja.
Af þessum hugleiðingum er það ljóst, að garðyrkju-
maðurinn verður að afla sér meiri og víðtækari þekk-
ingar á lífskröfum þeirra jurta, sem hann ræktar held-
ur en hóndinn.
Garðyrkjuna mætti skilgreina sem efsta stig jarð-
ræktarinnar.
í norðlægum löndum, þar sem hin ytri vaxtarskil-
yrði eru ert'ið, verður gróðrarskálaræktun skiljanlega
þýðingarmesti þáttur garðyrkjunnar og þannig mun
])að án efa einnig verða hér á landi. Ýmsir álíta að i
þessum löndum muni í framtíðinni flestar nytjajurtir
verða ræktaðar í gróðrarskálum, verksmiðjum, sem al-
gerlega eru óháðar dutlungum veðráttunnar. Ilvort svo
muni verða er ekki hægt að dæma um, það mun fram-
tíðin sýna, en vissa er fyrir því að ef svo yrði,
þyrl'tu þessar þjóðir ekki að óttast sult, því þá
yrði uppskeran á valdi mannanna, en elcki náttúru-
aflanna.
1 lönduin þar sem jarðræktin eða jarðyrkjuþekk-
ing þjóðanna hefir staðið á lágu stigi, hefir garðræktin
útt erfiðast uppdráttar. Þannig hefir það verið hér á
landi allt fram á siðustu ár. En á síðari árum hefir
áhugi þjóðarinnar fyrir garðrækt farið vaxandi, skrúð-
garðar, matjurtagarðar, gróðrarreitir og gróðrarskálar
hafa verið byggðir og stækkaðir og framleiðslan hefir
aukizt frá ári til árs og er nú meiri en noklcru sinni
áður.
Það er full ástæða til þess að gleðjast yfir þessari
staðreynd, yl'ir þeim framförum sem orðið hafa á þessu
sviði eins og svo mörgum öðrum. En þrátt fyrir þessar
framfarir erum við þó á þessu sviði skannnt á veg
komnir samanborið við nágrannaþjóðir okkar. Garð-
yrkjan er hér á landi aðeins visir að atvinnugrein.