Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 227
BÚNAÐARRIT
219
Hversu stór þessi atvinnugrein gæti orðið og hversu
^íðtæk áhrif hún mun geta haft á atvinnu-, framleiðslu-
og heilbrigðismál þjóðarinnar í framtíðinni getur eng-
inn gert sér ljóst. Það veit ennþá enginn hvað hin is-
lenzka gróðurmold gæti og mun geta gefið úr skauti
sínu, ef rétt er að búið.
Gróðrarskálar, upphitaðir með hveravatni og lýstir
með rafljósum, skapa ótakmarkaða í-æktunai'mögu-
ieika. I þeim er hægt að rækta jurtir, sem enginn hefði
getað látið sig dreyma um að ræktaðar myndu verða
hér á landi. Þeir skapa skilyrði til þess að hægt sé að
rækta hvaða nytjajurt sem er. Aftur á móti er því ekki
jafn auðsvarað hvaða nytjajurtir sé réttmætt að rækta
■eða borgi sig að rækta fyrir þjóðina. Úr því mun
reynsla og tilraunastarfsemi næstu ára og áratuga
skera. Þó virðist fyrirfram séð enginn vafi á því, að
það muni geta borgað sig fyrir okkur að rækta allar
þær nytjajurtir, sem nágrannaþjóðir okkar rækta í
gróðrarskálum. Þegar einnig er tekið tillit til þess að
hitinn og orkan er því nær ókeypis, gæti einnig án efa
komið til greina að rækta ýmsar aðrar nytjajurtir og
eru miklar líkur til að gróðrarskálaræktun verði stór-
kostleg framleiðslugrein hér á landi. í hverum og foss-
um þessa lands er bundin feiknaleg orka, sem gæti
lýst og hitað þúsundir af gróðrarskálum.
Þrátt fyrir þá aukningu, sem orðið hel'ir á fram-
leiðslu grænmetis og ávaxta á síðari árum, þá munum
við þó neyta minna af þessum fæðutegundum en nokk-
ur önnur þjóð í lieiini, að undanteknum heimskauta-
þjóðunum. Þetta er þjóðinni mjög skaðlegt. Grænmeti
«er af læknum og vísindamönnum viðurkent fyrir holl-
ustu. 1 grænmeti er mikið af bætiefnum og málmsölt-
um, sem nútímavísindin liafa sýnt að líkamanum eru
mjög nauðsynleg. Hér á landi má benda á marga kvilla,
sem beinlínis eða óbeinlínis stafa af óhentugri fæðu,
eða bætiefnaskorti. Með aukinni grænmetisnotkun
L