Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 231
BÚNAÐARRIT
223
Þeir menn, sem stæðu fyrir þessum stöðvum þyrftu
að vera vel að sér í garðrækt, svo að þeir væru færir
um að leiðbeina fólki, væri sjálfsagt nauðsynlegt að
þeir ferðuðust um héraðið við og við og litu eftir og.
leiðbeindu.
Sé völ á heitum stað í héraðinu, vel settum, væri
auðvitað sjálfsagt að koma stöðinni upp þar. Sé svo
ekki má einnig nota rafmagn eða jafnvel mó eða sauða-
tað til upphitunar.
Það er skiljanlega mjög þýðingarmikið að þessuni
stöðvum sé valinn staður, þar sem skilyrðin eru sem
bezt og hentugust.
Það ber að stefna að því, að a. m. k. ein slik stöð
komist á stofn í hverri sýslu landsins. Er hér að ræða
um verkefni, sem félög sveitanna ættu að beita sér fyrir.
Slíkar uppeldis- og gróðrarstöðvar myndu verða hér-
uðunum til ómetanlegs gagns. Frá þeim myndi þekk-
ing og skilningur á garðræktinni berast út til fólks-
ins. Þar yrðu miðstöðvar og aflstöðvar garðyrkjunnar
í sveitunum.
Margt mælir með því að slíkar stöðvar væru starf-
ræktar á skólasetrum héraðanna. Þar eru bezt skil-
yrði til þess að útbreiða þekking og skilning á þess-
um málum meðal æskumannanna. Slík starfsemi
myndi einnig vera skólunum sjálfum mjög gagnleg,
hún myndi tengja þá fastari böndum við íbúa hérað-
anna.
Það hefir áður verið bent á það, að þessar uppeldis-
stöðvar ættu að ala upp blóm, tré og runna. Því marki
þarf að ná, að skrúðgarðar komi á hvert einasta heim-
ili landsins, en til þess að svo inegi verða þarf að ala
upp blóm og trjáplöntur í stórum stíl hér á landi.
Hingað til hefur verið flutt inn töluvert af blómum og
trjáplöntum, en þetta þyrfti að breytast, allar plöntur,
sem gróðursettar eru í islenzkum jarðvegi, ættum við
að ala upp sjálfir.