Búnaðarrit - 01.01.1938, Qupperneq 232
224
IÍÚNAÐARRIT
Það er enginn vafi á því, að aðalástæðan til þess
hversu skrúðgarðar eru á tiltölulega fáum heimilum
hérlendis, eru erfiðieikarnir l'yrir fólkið að ná í blóm
og trjáplöntur í garða sína.
Ef að í hverri sýslu landsins væri garðyrkju- og upp-
eldisstöð, sem seldi blóm og trjáplöntur sanngjörnu
verði, er enginn vafi á því, að skrúðgarðar myndu
koma á flestöll heimili innan skamms.
Því verður ekki neitað, að miklir örðugleikar eru
á því, að búa til virkilega fallega skrúðgarða hér á
landi. Veðráttufarið er svo óstillt og sumrin eru svo
stutt og svöl, að aðeins sára fáar trjátegundir geta
þrifist hér, ef dæma skal eftir þeirri reynslu, sem fyrir
er. Mikinn hluta þeirra trjáplantna, sem eru í skrúð-
görðunum, einkum hér í Reykjavík, er tæplegt hægt að
telja til prýðis. Einstaka einstaklingar bera þess þó
vitni að trjáplöntur geta orðið fallegar hér á landi.
Mjög viða sjást þó garðar, sem í eru aðeins nokkr-
ar skakkar, sýktar og kræklóttar hríslur, en engin
blóm, og er slíkt hið mesta smekkleysi. í skrúðgörð-
um ætti að nota miklu meira af blómum, en gert er.
Hér þrífst fjöldi af erlendum skrautblómum, einærum
og fjölærum og ná hér góðum þroska. Þá ætti og að
nota miklu meira af íslenzkum blómum í skrúðgörð-
unum, t. d. burnirót, eyrarós, blágresi, klettafrú, hellu-
hnoðra, melasól, blóðberg, stjörnubrjót, steindeplu,
mjaðjurt, sigurskúf, hvönn, gleym mér ei o. m. fl.
í skrúðgörðunum ætti að búa til steinbeð og stein-
hæðir og rækta þar fjallablómin. Auk þeirra innlendu
þrífast einnig ýmsar tegundir erlendra fjallablóma hér
á landi.
Það eru engin blóm jafnfalleg og fjallablómin, litir
þeirra og ilmur ber af öðrum blómum.
Steinbeðum og steinhæðum þarf að koma smekk-
lega fyrir í görðunum, þar sem mátulega mikið ber á
þeim.