Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 233
BÚNAÐARRIT
225
Þótt því hafi verið haldið fram, að nota ætti meira
af blómum í skrúðgörðum má ekki skilja það þannig,
.að ekki eigi að rækta trjáplöntur. Auðvitað má þær
■ekki vanta í garðana frekar en blómin. Því miður er
•ekki hægt að gefa ákveðna lýsingu á fyrirkomulagi
•skrúðgarða í heild, þeir verða óhjákvæmilega svo
hreytilegir eftir staðháttum. Ef staðhættir leyfa, ætti
lielzt að búa skrúðgarðinn til heima við bæinn. Bær-
inn fær þá allt annan svip, verður hlýlegri og svip-
fallegri. Einnig veitir garðurinn miklu fleiri ánægju-
stundir, ef hann er heima við bæjargluggann.
Nú sem stendur eru skrúðgarðar aðeins á sára fá-
iim heimilum. Einstalca framtakssamir menn og lconur
hafa koinið þeim upp.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að öll ís-
lenzk heimili l'eti í fótspor þeirra og skrúðgarðar lcomi
á hvert einasta heimili landsins. Sá kostnaður og fyrir-
höfn, sem því fylgdi, fengist margfalt endurgreiddur
með þeim ánægjustunduin, sem þeir veita.
Eins og áður hefir verið bent á, þarf að koma upp
garðyrkju- og uppeldisstöðvum í öllum héruðum lands-
ins. Ef svo yrði væri mjög þýðingarmikið spor stigið,
því enginn vafi er á því, að slikar stöðvar myndu hafa
stórkostleg áhrif á garðyrkjumál héraðanna. Þess ber
að vænta, að áhugasamir menn og konur beiti sér fyrir
því, að slíkum stöðvum verði komið upp og að garð-
ræktin aukist í landinu. Það ættu allir að geta samein-
ast um það, hvaða stéttum eða stjórnmálaflokkum sem
þeir tilheyra. Allir geta verið sammála um það, að ís-
Jenzku heimilin ætti að prýða með blómum og trjá-
plöntum, að fæða þjóðarinnar gæti og ætti að vera
hollari, að jafn fátælc þjóð hafi ekki efni á að afla ekki
þeirrar fæðu, sem hæglega er hægt að afla í landinu
og spara miljónir króna í erlendum gjaldeyri.
Af þessum og fleiri ástæðum ætti aukning garð-
ræktarinnar að vera áhugamál allrar þjóðarinnar.
15