Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 235
BÚNAÐARRIT
227
Þetta er þá eins og annað meiri háttar áfall, sem þeir
hafa orðið fyrir.
II.
Mörg hefir átakanleg raunasaga, er vor þjóð gat elcki
að gert né um flúið, gerst á liðnum öldum. Þjóð vor
hefir lifað drepsóttir, elda og öskufall, ísa og óáran.
Ekkert af þessu var sjálfskaparvíti. Hún hefir lifað
áþján og ánauð, sem að vísu var sundurlyndi henn-
ar um að kenna, en alls eigi þó þjóðarinnar sök í
heild sinni, heldur fárra manna að tiltölu, ofstopa-
manna úr hennar hópi, sem möttu meir auð, völd og
virðingar en alþjóðarheill.
En ein hin allra átalianlegasta raunasaga þjóðar-
innar hófst með Hrafna Flóka. Hrafna Flóki varð
fyrstur manna hér á landi til að drepa úr hor.
Landnáma segir: „ok gáðu þeir eigi fyrir veiðum at
fá heyanna og dó alt kvikfé þeirra um veturinn.“ Þetta
var aðeins upphaf að einni harmsögu þjóðarinnar og
þeirri sögu er ekki lokið enn, því miður. Iirafna Flóka
var að vísu nokkur vorkunn. Hann var ókunnur land-
inu og veðuráttu hér. En ný og meiri og betri kynni
þjóðarinnar af landinu gátu ekki bjargað henni og enn
er sem hún hafi eigi kynnzt landinu til neinnar hlít-
ar, því enn strandar hún á sama skerinu og Hrafna
Flóki forðum: Andvaraleysi og fyrirhyggjuleysi um
að afla fénaðinum nægilegs fóðurs. Það myndi hezt
sýna sig, ef veruleg harðindi, sérstaklega vorharðindi
hæri að höndum, ef ísar að fyrri tíma hætti syrfu að
landinu og losuðu það eigi úr hörðum viðjum fyr en
langt væri komið fram á sumar, jafnvel eigi að fullu
l'yr en um höfuðdag.
Raunasaga heyleysis og hordauðans, er hefst með
Hrafna Flóa, var og hefir jafnan verið fólgin í sjálf-
skaparvítum, en þau eru jafnan allra verst.