Búnaðarrit - 01.01.1938, Side 241
BÚNAÐARRIT
233
í'yllti allar víkur og firði frá Straumnesi við Aðalvík
norður og austur fyrir land allt að Breiðamerkursandi.
í þeim hörmungum, er þá dundu yfir bændur og
búalið, bar foreldrum mínum, Jóni bónda Eiríkssyni
og konu hans Hólmfríði Árnadóttur á Stóra-Ármóti í
Flóa, lagætt, mér liggur við að segja öfundsvert lán
að höndum. Þeim auðnaðist að firra miklum vandræð-
uin og bæta mjög úr sárum þörfum sveitunga sinna.
Ég var þá á 9. ári og man eftir ýmsu, sem stóð í sam-
bandi við harðindin og heyleysið. — Það varð úr, að
foreldrar mínir tóku 14 nautgripi yngri og eldri í fóður
í nokkrar vikur, þar af einn nautgrip úr íjarlægri sveit,
en á.tti að fara til Reykjavíkur til sölu, en eigi varð
lengra með komist vegna ótíðar og almenns heyleysis.
f húsin var gripum troðið út í yztu æsar, svo eigi varð
auðið að hýsa fleiri skepnur. Vitanlega var við fóður-
tökuna yfirleitt gengið fram hjá mjólkandi kúm, til
þess að heimilin gætu notið mjólkurdropans. Til að
láta fátækt heimili, sem ein kýrin var frá, njóta mjólk-
urinnar, var tekið einnig barn þaðan til að njóta henn-
ar. Auk þessa var látið af hendi liey, en hve mikið veit
ég ekki, og flutt burtu af heimilinu til að bæta úr þörf-
um sveitunganna.
Má þess geta, að í minni sveit var ekkert annað heim-
ili, er þá gæti hjálpað að nokkru ráði, og í allri sýsl-
unni (Árnessýslu) hefir mér verið sagt, að Stóra-
Ármóts-heimilið hafi að því sinni verið einna stórtæk-
ast um hjálp. Þetta mun liafa þótt mikið á þeim árum.
Þrátt fyrir þessa hjálp foreldra minna ekki aðeins
entust heyin á Stóra-Ármóti, heldur einnig varð nokkur
afgangur.
Um endurgjald af hálfu þeirra, er hjálparinnar nutu,
þori ég ekki að segja, en með vissu voru á því sums-
staðar Hálfdánar-heimtur. En til nokkurs marks um,
að eigi hafi allsstaðar verið gengið stranglega eftir
endurgjaldi, má geta þess, að heimilið náði sér aldrei