Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 243
BÚNAÐARRIT
235
IX.
Miðaldra fólki ætti að vera í minni vorið 1914 og
það afhi-oð, er bændur og búalið galt vegna heyleysis
■og harðinda i stórfelldum unglambadauða og fellis á
■eldra sauðfé. Sumir hafa ef til vill eitthvað lært við
þau áföll, en vafalaust eigi bændur og búalið í heild
sinni, svo að verulegu gagni hafi komið. Enn tefla
margir á tæpasta vað um heyjaásetninginn. Sumir
verða heylausir eða gefa upp hverja tuggu, hvernig
sem árar, og fáir eru nú á tímum að tiltölu aflögufærir,
svo nokkru nemi, ef í harðbakkann slær. Og vert er
að minnast þess, að ekki hefir komið aftaka harðinda-
vor siðan 1882, en hvaða trygging höfum við fyrir þvi,
að eigi geti slíkt harðindaár og vor að höndum borið,
þegar minnst vonum varir.
X.
Unga fólkið man ekki eftir harðindunum 1882, því
þá var það elcki til, ekki heldur miðaldra fólk. Það
vnr heldur eklci lcomið fram á sjónarsviðið. Aðeins
lítill hluti, elzti hluti þjóðarinnar man þau og aðeins
þeir, er þá voru nokkuð stálpaðir orðnir er harðindin
•dundu yfir.
Hið yngra fólk þarf að læra að þekkja sinn vitjunar-
tíma í þessum efnum. Það er því lífsnauðsyn til þess
að geta tekið mannlega á móti, ef slíkan vanda bæri
•enn að höndum, eða réttara sagt: þegar hann ber
■enn að höndum.
XI.
Ýmsir munu nú segja, að nú sé öldin önnur en áður
•var, betur farið með skepnur og rneiri varúðar gætt
um heyjaásetning. Má viðurkenna, að betur sé farið