Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 244
236
BÚNAÐARRIT
með skepnur, en fullyrða má, að ekki má tæpara standa
um forsjálni Yegna heyjaforðans. Það stoðar ekki hót
að blekkja sjálfan sig með þeirri háskalegu villu, að
nú sé allt í lagi. Allir vita, að enn er afarlangt frá þvL
Þetta mundi sýnda sig, ef verulegt harðindavor kæmi
og sýnir sig og hefir sýnt sig hjá miklum fjölda bænda,.
jafnvel í beztu árum. Ef aftaka harðindavor kæmi, yrði
áreiðanlega allt í voða. Þjóðin má ekki við slíkum á-
föllum. Þess vegna er bezt að byrgja brunninn áður
en barnið er dottið ofan í hann. Löggjafinn lítur held-
ur ekki svo á, að allt sé í lagi. Þess vegna eru til lög:
um forðagæzlu o. s. frv.
XII.
Sá, sem nóg á heyin skilur ekki til neinnar hlítar
þá þjáning, er heylaus bóndi líður í harðindatíð. Allt
er hjá honum í voða, skepnurnar og fjárhagsleg fram-
tíð hans. Hann mænir vonaraugum eftir veður og vor-
bata, en ekki kemur hann. Hver norðanhrina, látlaus.
fönnin eða klakinn, allt eru þetta eins og sárbeittar
hnífsstungur. Vandræðin og einatt vonleysið gefa hon-
um ekki hvíldarstund, tæpast á nóttu eða degi. Úr-
ræðin eru, þegar skepnur hans svelta og heytuggan er
á þrotum eða alveg húin að leita á náðir náungans
um hjálp. Það geta allir skilið að slík ganga er erfið
og sporin þung. Þeir, sem kynnu að hjálpa, gera það
ef til vill af vanefnum og eru sjálfir heytæpir. Og eng-
inn hjálpar og aldrei án þess að talca sér meir eða
ininna í mein.
Hvers vegna ekki þá að firra slíkum vanda? Hvers.
vegna ekki að bjarga frá kvölum hins bágstadda bónda?
Hvers vegna ekki að taka sitt ráð í tima þegar á hverju
hausti svo að öllum sé óhætt þó hann sé á norðan, þó
að allt sé drepið í dróma klaka eða fannar? Hvers.
vegna?