Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 245
BÚNAÐARRIT
237
XIII.
En hvað er um fóðurbætinn? Á að gleyma honum?
Að vísu eigi. En fóðurbætirinn kostar peninga, mikla
peninga. Svo þarf lánstraust til að geta aflað fóður-
bætis. En um lánstraustið má ekki tæpara standa hjá
bónda, sem stendur uppi með hungraðar, langsveltar
skepnur, bónda sem heldur ekkert á nema þessar
skepnur, el' þær eru þá ekki einnig að einhverju leyti í
skuld, — og ef til vill fullt hús af börnum. En nú
skulum við segja, að fóðurbætirinn fáist, en þá er að
koma honum heim. Það er nýr vandi máske í botn-
lausri ófærð. Enn er þess að gæta, að fóðurbætirinn
verður að engu gagni nema hey sé jafnframt til að
gefa með. Heldur ekki að gagni horuðum, langsvelt-
um skepnum. Fóðurbætirinn er þá aðeins ný eyðsla,
ný vandræði, nýjar skuldir, sem máske aldrei verður
komist frá. Úrslitin, þegar um allt er þrotið er niður-
.skurður eða hordauði. Þetta er hvorttveggja hræði-
legt.
XIV.
Ef almenn vandræði bæri að höndum, almennt hey-
leysi og bjargarbann, þá mundi vafalaust vera leitað
•á náðir ráðandi ríkisstjórnar og stjórnarvalda. Það
skilja allir, að hverri ríkisstjórn sem væri mun vera um
inegna að hæta til nokkurrar hlítar eða að greiða fram
úr slikum vanda. Fyrst þarf nú að birgðir séu til í
landinu sjálfu, því skjótra úrræða þarf við, er í óefni
<er komið. Að fá fóðurbirgðir frá útlöndum tekur sinn
tíma. Ennfremur þarf lánstraust, ef efni ríkisins eru
af skornum skannnti. Engin ríkisstjórn ræður við tíð-
arfarið, engin ríkisstjórn getur gert fært um jörðina í
botnlausri ófærð. Engin ríkisstjórn ræður við vand-
ræðin á styrjaldar tímum, við hafnbönn né getur
varnað því, að skipin með matarforðum verði skotin