Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 247
BÚNAÐARRIT
289
XVI.
Sumir segja að lítt stoði að tala um fyrir fólkinu,.
það fari sínu fram. Vaninn sé svo ríkur og gáleysið
svo rótgróið. Þannig má enginn tala eða hugsa. Að
hugsa þannig og trúa þessu er sama sem að trúa á
dauðann, en eklci lífið, vegna þjóðarinnar. Sérhver ætt-
jarðarsonur og dóttir á að trúa á líf, heiður, heillir og
framtíð þjóðarinnar; það er heilög skylda. Allar mis-
fellur, allar tálmanir á þroskaferli hennar þarf að
nema burtu, hrinda öllum tálmunum, opna öll hlið
upp á víðar gáttir inn á ný og fögur framtíðarlönd.
Það er allt og sumt, og þetta er vinnandi vegur með
Guðs hjálp og allra góðra manna.
En hér þarf nýja sókn, ný átök, þolinmóðan og eftir-
tektarverðan áróður af hálfu allra beztu manna og leið-
toga þjóðarinnar, nýjan klið, sem aldrei þagni, nýjan
hávaða blátt áfram um liið mikla vandræðamál, nýja
vökula handleiðslu allra, sem tillit er tekið til.
Allir, sem vilja þjóðinni vel, verða hér að hafa svo
hátt, að enginn bóndi á landinu komizt hjá því að
heyra, og til þess að enginn bóndi hafi frið fyrir þess-
um hávaða og komist blátt áfram ekki hjá því að
heyra og hlýða. Hver einasti bóndi verður að hlusta
á kenningarnar um gætilega heyjaásetning og um góða
meðferð á skepnum, karlar og konur, fulltíða menn
og unglingar, liver einasti inaður.
Þó skjót yrði hér umskipti, má ekki hætta í þeirri
trú, að allt sé gott og blessað og öll hætta sé úti. Þjóðin
kann að gleyma og hér má enginn gleyma, ekkert haust,
ekkert ár, engan dag.
Unglingurinn þarf að venjast við liinn háværa klið
forsjálni og aftur um forsjálni, um mannúð og mildi,
um heilagar skyldur við varnarlausar, saklausar
skepnur. Þá er von til að hann muni, þegar hann sjálf-