Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 250
Búnaðarfél. Torfalækjarhrepps
50 ára.
Eftir Jón Guðmundsson, Torfalæk.
Árið 1934, hinn 12. maímánaðar, var Búnaðarfclag;
Torfalækjarhrepps 50 ára.
Komu þá fclagsmenn saman að Torfalæk og höfðn
þar ofurlítinn afmælisfagnað. Voru þá aðeins 2 lifandi.
af stofnendunum, er þar mættu.
Félagið var stofnað 12. maí 1884, að Torfalæk, með
15 félagsmönnum. Skipuðu stjórn félagsins: Sigurður
Oddleifsson, formaður, Páll Ólafsson, gjaldkeri, og.
Böðvar Þorlákssoon, ritari.
Verður hér i höfuðdráttum rakin saga félagsins, og;
henni skipt í fimm tíu ára tímabil, og jafnframt getið
annara nýjunga, er félagið gekkst fyrir og hafði for-
göngu að.
Á fyrsta fundi félagsins var stofnað lestrarfélag;
fyrir sveitina, og starfaði það í mörg ár undir umsjá
búnaðarfélagsins. Um nokkurt skeið féll þó niður
starfsemi lestrarfélagsins, en var þó aftur endurreist á
sama stofni, og starfar nú sem sjálfstætt félag. Félagið'
á nú orðið, eftir ástæðum, álitlegt bókasafn.
Snennna á fyrsta tímabili húnaðarfélagsins, eða
árið 1885, gekkst félagið fyrir stofnun pöntunardeild-
ar í sveitinni, í félagi við aðra hreppa sýslunnar og.
Skagfirðinga. Voru viðskipti þessi við Choghill, og var
vörum skipað á land á Sauðárkróki. I tilefni af þessu
var safnað hlutafé innan deildanna, til þess að standa.