Búnaðarrit - 01.01.1938, Síða 253
B Ú N A Ð A R RI T
245
sveitina til lesturs. Flutti það margskonar efni til
fróðleiks og skemmtunar, þar á rneðal ýmsar fyrir-
spurnir til félagsfundar, er voru svo ræddar á fundum
og afgreiddar.
Á þessu fyrsta 10 ára tímabili, gekk félagið í Bún-
aðarfélag Íslands. Var því þá komið á, að bændur
héldu fóður- og mjólkurskýrslur fyrir kýr, og stóð
það um nokkur ár, en féll svo niður.
Fyrir nokkurn atbeina félagsins var það einnig, að
hafist var handa að byggja bátabryggju norðan
Blöndu, sem nú er lcaupfélagsbryggjan.
Árið 1886 tók búnaðarfélagið fyrst menn til að vinna
að jarðabótum í félaginu. Jók það mjög starfsemi fé-
lagsins. Borgaði félagssjóður j/3 af launum þeirra, en
félagsmenn %. Þó komst enn meiri skriður á vinnu-
brögðin, er félagið keypti á þessu fyrsta 10 ára tíma-
bili plóg og herfi, en eklci voru þó þessi verkfæri al-
mennt notuð í byrjun.
Þessi fyrstu 10 ár voru unnin í félaginu 4498 dags-
verk, af 16 félagsmönnum, og komu því 28 dagsverk á
hvern ársjarðabótamann. Meðaltöðufall var á þessu
tímabili 1510 hestar á ári.
Á öðru tímabilinu frá 1895—1904 jukust smám
saman jarðabætur, en þó varð það mest misbrestasamt,
hve mörg ár gengu úr, og ekkert var unnið, og einnig
að hinu leytinu, að vinnan varð ekki eins almenn. Urðu
þá ekki að meðaltali nema 10 vinnandi meðlimir af
16 félagsmönnum. En vinnan óx að því leyti til, að
meiru var afkastað mcð minna mannahaldi. Var þá
almennt farið að nota plóg og herfi við jarðabæturnar.
Árið 1891 kom til félagsins málaleitun frá Hcrmanni
Jónassyni á Þingeyrum, þess efnis, að koma á búnað-
arsambandi fyrir sýsluna. Kaus hvert félag 1 fulltrúa
á fund er haldinn var að Sveinsstöðum. Kom frv. til
félagslaga frá þessum fundi, er leggjast átti fyrir hvert
búnaðarfélag til álita. Þetta sameiningarmál dagaði