Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 256
248
B Ú N A Ð A R RI T
Árið 1923 er hið merkasta í sögu ræklunarmálanna
hjá okltur íslendingum. Þá náðu jarðræktarlögin, —
gömlu nú að segja —, gildi. Það kom þá nýr, lifandi
straumur í allar framkvæmdir í þá átt. Þrátt fyrir liina
mörgu örðugleika, er tímabilið á undan olli, varð það
ljóst félagsmönnum að meiri kraft þyrfti að setja í
sléttun túna og aukning þeirra, svo framt að takast
ætti að ná þvi marki, að aðalheyskapur bænda í sveit-
inni yrði á ræktuðu landi, sem gerði afkornu húfjár
öruggari, og vinnuna ódýrari, þar sem heyvinnuvélar
yrðu notaðar, og þyrfti þvi ekki eins mikið að sæta
hinum dýra vinnukrafti. Að mestu hætti félagið þá við
að taka menn í vinnu, með handverkfærum, en hesta-
vinna með hestaverkfærum varð almenn. Enginn mað-
ur gat þá verið án þess að nota herfi við sléttun. Jafn-
framt kom fljótt liugur í menn að fá hraðvirkari verk-
færi, þar sem margir tóku sér fyrir hendur að rækta
utan túns. Varð það að framkvæmd, að árið 1929
keypti félagið dráttarvél. Var búnaðarfélag Blönduós-
hrepps með í kaupinu að %. Dráttarvél þessi var hin
fyrsta, er hér kom í sýsluna. Með henni urðu rækt-
unarframkvæmdir miklu meiri en áður höfðu þekkst,
bæði á slétlun túna og sérstaklega þó á nýrækt. Var og.
þá jafnframt betur gengið frá sléttun en áður.
Búnaðarfélagið gekkst fyrir, á þessum árum, stofn-
un nautgriparæktarfélags. Sömuleiðis beitti það sér
fyrir aukinni kartöflurækt, hvatti félagsmenn til heiin-
ilisiðnaðar o. fl. — í lok þessa síðasta tímahils voru
sláttuvélar komnar á flest heimili í sveitinni, á nolckr-
um stöðum plógur, og víðast herfi.
Því aðalmarkmiði félagsins, að fá aðeins ræktað
land til heyöflunar, er að vísu enn ekki náð, og all-
mikill afturkippur hefir orðið af völdum kreppunnar.
En bæði er það, að félagsmönnum er ljóst, að mark-
miði þessu má ekki sleppa, og hitt fylgist að, að óvíða
í sveitum er betur fallið til aukinnar túnræktunar. —