Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 265
BÚNAÐARRIT
257
Uppeldi og- fóðrun unganna: Uppeldi unganna hefir
mikil áhrif á það, hve arðvænleg og góð hænsnin verða,
er þau stækka og fara að verpa. Er því mikið undir
því komið að til uppeldisins sé vandað sem bezt.
Þrjú veigamestu atriði uppeldisins eru hitinn, eða
að nægilega heitt sé á ungunum, fóðrun þeirra og
hreinlæti.
Það er hægt að ala ungana upp á marga vegu, en
hér á landi mun þó algengast að hænurnar sjálfar
eru látnar ala þá upp.
Talið er að hver hæna geti alið upp um 15 unga, en
þetta fer nokkuð eftir því, hve stór hænan er.
Liggi fleiri en ein hæna á í einu, eins og oftast horg-
ar sig bezt, þá er sjálfsagt að raða ungunum — eftir
útungunina — niður á sein fæstar hænur. Það mun
þá þurfa allt að því helmingi færri hænur til að ala
ungana upp, en til að unga þeim út. Allir ungarnir
undir sömu hænunni verða þá að vera jafngamlir.
Hænan og ungarnir verða í fyrstu að vera í björtu
og hlýju húsi og helzt í stíu út af fyrir sig, þar sem
þau eru í friði fyrir öðrum dýrum, en sérstaklega
skal varast ketti og rottur.
Úr því ungarnir eru orðnir einnar til tveggja vikna
.gamlir, mega þeir fara að koma út öðru hvoru þá gott
or veður. Þegar þeir fara að venjast útiloftinu, er bezt
að flytja þá ásamt hænunni út í sérstaka afgirta stíu,
en i eða við stíuna þarf að hafa húr eða smá-kofa
fyrir þau að vera í á næturnar og þegar eitthvað er að
veðri. Bezt er að búrið standi ú grasfleti og iná færa
það til, eftir því sem dýrin sparka og skíta út.
Þegar ungarnir eru orðnir fjögurra til fimm vikna
gamlir, geta þeir farið að vera með öðrum hænsnum.
Tveggja mánaða gamlir eru þeir alveg sjálfbjarga og
má þá taka hænuna frá þeim.
Hvað fóðrun unganna viðvíkur, þá má haga því
citthvað á þessa leið:
17