Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 269
BÚNAÐARRIT
261
Til þess að eggin frjóvgist er talið nauðsynlegt
að hafa einn hana með hverjum 15—20 hænum.
Það er mjög mikill kostur ef hægt er að hafa eftir-
lit með varpi hænsnanna og fylgjast með, hvaða hæn-
ur verpi og borgi sig bezt. Ætli maður að hafa eftir-
lit ineð varpinu, verða varkassarnir að vera þannig
útbúnir, að þeir lokist þegar hæna fer inn í hreiðrið
að verpa. Allar hænur þurfa að vera merktar, t. d.
með tölusettum látúnshring á annari löppinni. Þá
þarf að líta eftir varpinu 3—4 sinnum á dag og halda
töflu yfir hænurnar og eggin, sem þær verpa.
Eldri en 3ýó árs á ekkert dýr að verða — nema um
afburða hænsni sé að ræða.
Sjáið svo um að hænsnin hafi a. m. k. 12 stunda
birtu en látið aldrei lifa ljós hjá þeim alla nóttina.
En,dur.
Kyn: Indverska hlaupöndin (Indian Runners)) svo-
kallaða, er það andakynið, sem að mörgu leyti ætti
að vera einna bezt fallið hér á landi og þá fyrst og
fremst vegna þess, hve duglegt það er að verpa, en
það er talið að heztu dýrin geti verpt yfir 200 eggj-
um á ári og í þessu tilliti er ekkert andakyn sem
kemst í námunda við Indversku hlaupöndina.
Annar milcill kostur hennar er hve harðger hún er
og dugleg að afla sér fæðu.
Þetta er eitt minnsta andakynið, vegur ekki meira
en 2—2% kilo (lifandi þungi).
Af þessu kyni eru til tvö afbi’igði, annað grátt og
hvítt, en hitt alhvítt að lit.
Andakyn sem fyrst og fremst koma til greina, þar
sem aðaláherzlan er lögð á framleiðslu alifuglakjöts,
eru:
Peking-kijniö, sem á rót sína að rekja til Ivína, en á
síðari tímum hefir verið ræktað í Bandaríkjunum.