Búnaðarrit - 01.01.1938, Page 275
BÚNAÐARRIT
2(57
aðferfSina og með andareggin, að láta annaðhvort
kalkúna eða hænur unga þeim út.
Kalkúninn getur ungað út 13—15 eggjum í einu,
hænan 4—5. Að öðru leyti er það sama að segja og
nefnt hei'ir verið fyrir útungun andareggjanna.
Hvað útungun gæsareggjanna í vélum viðvíkur, þá
váll þetta mjög oft mistakast og gefast mun verr en
bæði með andaregg og hænuegg.
Uppeldi gæsarunganna verður einnig hagað á mjög
svipaðan hátt og þegar um andarunga er að ræða,
og fóðrun gæsarunganna fyrstu 14 dagana verður
einnig fólgin í því sama og nefnt hefir verið viðvíkj-
andi andarungunum, en auðvitað eru gæsarungarnir
þurftarmeiri.
Að þeim tíma liðnum verður að haga fóðruninni
nokkuð eftir þvi hve snemma er ætlazt til að dýrun-
um sé slátrað.
Eigi t. d. að slátra gæsunum þriggja mánaða göml-
um, þarf að fóðra þær mjög vel, og hvert kíló
fóðursins þarf að liafa tiltölulega mikið næringar-
gildi.
Er þá rétt að girða ungana af í hæfilega stórri girð-
ingu eða stíu og fóðra þá þrisvar til fjórum sinnum á
dag.
Þrisvar á dag er t. d. fóðrað með fóðurdeigi, sem
húið er til úr mjölfóðurblöndu, soðnum kartöflum
og niðurbrytjuðu grænfóðri. Þetta þarf að mylja,
blanda vatni og hræra vel saman þar til það verður
að stökku deigi, eins og nefnt hefir verið áður.
Fjórða skiptið er svo gefið korn.
Hin leiðin, sem um er að velja, er að slátra gæs-
unum eldri og er þetta í flestum tilfellum ákjósan-
legra, einkum vegna þess að þá verður komizt hjá
aðkeyptu fóðri, nema að mjög litlu leyti. Ungarnir
verða alltaf að fá einhvern fóðurskammt fyrstu 8—10
vikurnar, að þeim tima liðnum eru þeir mikið til