Hlín - 01.01.1961, Síða 12
10
Hlin
en mátti ekki taka. — Gulrófur og næpur var ræktað. —
Fræið kom í kaupstaðinn frá því Björg man fyrst eftir.
(Næpan sögð orðin innlend 1780.) — Rófnakál, eða
garðakál, alt notað, skorið (skerborð og káljárn), soð-
ið, fergt og notað í súpur. — Altaf var hlaupið til grasa á
vorin, eftir því sem tók upp, svona í skjólur.
Ekki vaxa söl nema þar sem Sölvamæður eru fyrir. —
ísrek reif einu sinni upp allar sölvamæðurnar, ekki uxu
þar söl þrjú ár eftir.
Allur kornmatur fluttist. ómalaður í verslanir. —
Handkvörn var til á hverjum bæ, einstaka stað korn-
myllur við læki. — Bankabygg mjög mikið notað, fínt
bankabyggsmjöl þótti sjerstaklega vel hæft í lummur,
sem var eina kaffibrauðið á þeim árum.
Helga Thorlacius, frá Dufansdal i Arnarfirði, lærð mat-
reiðslukona, var um lengri tíma í Frakklandi, Parísar-
borg og víðar. Fluttist hingað heim um 1910. Hafði nám-
skeið og stóð fyrir veislum í Reykjavík. Gerði ýmislegt
úr íslenskum jurtum: Kryddvín og desera, eða ábætis-
rjetti, sem þóttu hnossgæti.
Þórcy, húsfreyja á Reykhólum, og Olafur Hvanndal,
prentmyndagerðarmaður, sem átti eyju á Breiðafirði,
sögðu: Skepnur ganga í káleyjum við Breiðafjörð (nfl.
skarfakál), og fitna feikilega, bæði á mör og hold, græn-
leitur mörinn, mjög bráðfeitur. — Eygengið fje kallað. —
Það er mikil flæðihætta víða, því hafa menn ekki allir fje
í eyjum og liólmum. — Kirkjumáldagar kalla þetta fjöru-
gæði, og er orð að sönnu.
Um fjörugæði kringum ísland er lítið getið annarsstað-
ar en hjer á Vestfjörðum.
Guðrún Jakobsdóttir, A kureyri, alin uj)p við Breiða-
fjörð: — Skarfakál er tekið að haustinu. — Svo var það
skorið, þegar heim kom, á bretti, og skáru tvær saman.
Það var setið við að skera dag eftir dag, síðan var látið í
tunnur og sýra á, og var geymt þannig allan veturinn. —
Það var svo notað í þykka grauta og ketsúpur, sjerstak-
A