Hlín - 01.01.1961, Síða 14
12
Hlín
— Hirðið alt gall, hverju nafni sem nefnist, segir frú
Þórunn.
Halldóru Bjarnadóttir, ritstjóri á Blönduósi, minnist
þess á árunum 1880—1890, að franskir sjómenn fóru upp
um liolt og hæðir við Reykjavík og tíndu sjer jurtir til
matar eðá grófu rætur. — Þótti bæjarbörnunum þetta
furðulegt athæfi og fylgdust vel með ferðum karlanna. —
Umbehagen, svokallaður, kaupmaður í Reykjavík, á
jtessum árum, tíndi fíflablöð sjer til matar á Austurvelli.
— Krakkarnir fylgdust vel með l'erðum Umbehagens.
Það er alkunnugt, að margskonar plástrar liafa verið
gerðir úr ýmiskonar jurtasamsuðu, og liafa reynst vel. —
Einna frægastur plástra mun vera Hóla- eða Svartiplást-
urinn, svo nefndi, sem mun vera uppfundinn af Guð-
laugu Björnsdóttur, á Skinnastað í Öxarlirði, konu síra
Hjörleifs Guttormssonar. — Hún var rnjög nærfærin. —
En hvernig þessi plástur er búinn til, er leyndarmál ættar-
innar. — Altaf átti einhver af ættinni að þekkja aðferðina.
— Björg í Lóni í Kelduhverli, dóttir Guðlaugar, bjó plást-
urinn lengi til. Að henni látinni gekk einkaleyfið fyrir
liann til Þórunnar Hjörleifsdóttur, á Tjörn í Svarfaðar-
dal. — Plásturinn var mikið keyptur og fjekst um tíma í
lyfjabúðum. — Hann átti þátt í að draga gröft úr ígerð,
átti einnig við bringspalaverk.
Svipað þessu skýra þau frá reynslu sinni, og að nokkru
leyti eftir minni, unr æti, — og lækningaj urtirnar af landi
og sjó: Ásthildur Guðmundsdóttir á Bíldudal, við Arn-
arfjörð, Bjarni Sigurðsson, Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð,
Sveinn hreppsttjóri á Akranesi og Metta kona lians, Ólöf
Bjarnadóttir, fædd í Hellisfirði í Suður-Múlasýsln, en
var, þegar viðtalið átti sjer stað, á Egilsstöðum á Völlum,
(100 ára gömul 1934). — Þá skrifaði Gísli Guðmundsson
frá Sauðeyjum á Breiðafirði um sína rcynslu í þessu
efni, en hann hafði þá alið aldur sinn á Hawaii-eyjum
langa æfi, og ekki heyrt íslenskt orð í 25 ár.