Hlín - 01.01.1961, Síða 16
14
Hlín
Og þá •erum við komin alt fram á vora daga.
Hirðir nokkur um grasnytjar á voru landi nú?
já, trúin á mátt og megin plcintnanna rikir enn. — Lifir
góðu lifi hjá nútímamönnum:
Afkomendur Þórunnar, grasakonu, sjóða sín smyrsl til
græðslu meinum manna. — Þuríður Sigmundsdóttir á
Njálsgötunni í Reykjavík sækir steinamosa norður á
Vatnsnes, sýður hann, býr til mosavatn og læknar maga-
veiki manna, og sjálfa sig læknaði hún af magasári. —
Húnvetnska merkiskonan, Elísabet Guðmundsdóttir frá
Mjóadal, sýður heilsudrykk af vallhumli, drekkur af hon-
um, og læknar mein sitt, ristilbólgu, sem læknar rjeðu
ekki við, hefur jafnvel miðlað vinkonu sinni í Reykja-
vík, sem þjáðist af sama kvilla.
Og Matthildur í Garði í Aðaldal litar sína fögru liti
úr jurtunnum góðu. Gefur af litafegurð sinni band af
mörgum litum í fermingar- og afmælisgjafir, jafnvel brúð-
argjafir.
„Fólkið kýs þetta, fremur en glingur úr búð,“ segir
Matthildur. —
Já, mætti svo verða enn um sinn, að það innlenda verði
meira metið en það aðkeypta, landar góðir! —.
Kynnist gróðri jarðar!
Elskið gróður jarðar!
Notið gróður jarðar, vinir!
Halldóra Bjarnadóttir tók saman.
Gamalt viðkvæði.
Lystugt blakta laufin fríð,
þar landið fagurt er.
Sem sólin skín á sumartíð,
sæmdin fylgi þjer!