Hlín - 01.01.1961, Side 18
Illín
16
Akureyri, og Björn Magnússon, prófessor í Reykjavík, að
þau mintust ömmu sinnar lítillega í „Hlín“, en þau voru
bæði lienni samtíða í uppvextinum, og urðu þau vinsam-
lega við þeim tilmælum.
Auk þess er skýrt frá kunningsskap síra Áma Þórarins-
sonar og Rannveigar, og eru ummæli prófasts hin merk-
ustu.#)
Ragnheiður O. Björnsson, Akureyri, skrifar: Amma
mín kom tvívegis til okkar í Kaupmannahöfn og var um
ár í livort skifti. Hún kunni þau ósköp á kvæðum og þul-
um, og auðvitað flaut Grýlukvæði og Bolaþula með, sem
var áður óþekt í lífi okkar Björns bróður mínns, og svo
hræðslan við þessar ógnþrungnu verur.
1901 fluttumst við búferlum til Akureyrar, er faðir
minn setti þar á stofn Prentsmiðju. — 1904 kom amma
norður til okkar og dvaldi hjá okkur í tvö ár, þá var jeg
7—9 ára. Var hún þá að kenna mjer að lesa, en það gekk
illa, var hún þó þaulvön að kenna börnum lestur, og
hafði öllum gengið vel nema mjer, enda neytti jeg allra
bragða að láta hana ekki finna mig, þegar jeg átti að lesa
lijá lienni. — En þegar lestíminn var um garð genginn
með öllum sínum vandræðum, þá birti í hugskoti mínu,
því þá var amma í standi til að segja mjer eitthvað skemti-
legt, því hún vissi alla skapaða hluti, að mjer fanst.
Amma las mikið, en hún var líka framúrskarandi mikil
og velvirk tókona. — Þegar hún var hjá okkur vann hún,
spann og prjónaði mestöll sokkaplögg á fjölskylduna.
Móðir mín prjónaði sokkana, en hún spann ekki. — En
*) Jeg heimsótti Rannveigu oít með móður minni, þegar jeg
var barn í Reykjavík. Hún bjó þá í litlu loftbcrbergi í Þingholls-
stræti hjá Rrynjólfi Ocldssyni, bókbindara. — Þær liöfðu margt að
skrafa saman um, fyrverandi húsfreyjurnar á Hofi í Vatnsdal. H. 11.