Hlín - 01.01.1961, Page 23

Hlín - 01.01.1961, Page 23
Hlin 21 veraldarsögu. — Einu sinni kom jeg með Evrópukortið heim til hennar og spurði: „Hvernig var nú fólkið í Sviss í þessu fylki,“ sem jeg benti á, „og á þessari öld?“ er jeg nefndi. — Þá svarar Rannveig: „Ja-á... Walter Scott hefur skrifað um það í einni sögu sinni,“ og svo þuldi hún fyrir mjer alla frásögn Scotts. — Hún hafði lesið allan Scott. — Svona var hún vel að sjer, hvar sem borið var niður. — Hún kunni ósköp af kvæðum og fór lystilega með þau. — Hún var og fádæma fróð á sögur. Hún hafði lesið fom- sögurnar, og hún hafði lagt nokkra stund á stjörnufræði. Rannveig og Steingrímur Thorsteinsson bjuggu um eilt skeið samtímis í húsi Björns Hjaltesteðs. Það er timb- urhús, sem enn stendur á suðurhorni Vonarstrætis og Suðurgötu. Þau sátu löngum á tali saman um skáldskap og aðrar bókmentir. — Hann las oft fyrir henni nýort kvæði eftir sig. Rannveig var ættuð úr Húnavatnssýslu og var altaf fyrir norðan á sumrin. — Þangað skrifaði Steingrím- ur henni stundum kvæði, sem hann hafði nýlega kveðið. Eitt af þeim var þetta: „Svo fjær mjer á vori nú situr þú, sveinn.“ En Rannveig var ekki öll í bóklegum fræðum. Hún var einnig mikil búkona og framúrskarandi stjórnsöm, og undravert, hve hagsýn hún var í að nota tímann. Hún var spök að viti og tilgerðarlaus, eins og hún myndi ekki eftir persónu sinni. Hún var óvanalega dygðug. — Hún talaði aldrei af sjer, og það mátti læra af hverju orði, sem hún sagði. Rannveig var freklega meðalkona á hæð, og mjög fyrir- mannleg og líktist aðalskonum á miðöldum. Hún var eins og yfir öllum öðrum konum. Hún var heilsulítil alla æfi, þjáðist af blóðfallssýki, sem eltist þó af henni. — Hún náði allháum aldri. — Hún andaðist að Prestsbakka hjá síra Magnúsi syni sínum 14. maí 1916.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.