Hlín - 01.01.1961, Blaðsíða 28
26
Hlin
liana. Hjer kunni jeg vel við mig. Hjer í'anst mjer jeg
ætti altaf að eiga heima.
Förunautur minn kom von bráðar aftur inn í stofuna,
og litlu á eftir honum kom kona á sextugsaldri með tvo
kaffibolla á bakka og niðurskorna snúða og vínarbrauð á
nýfægðu látúnsfati og setti á borðið fyrir framan okkur.
— Jeg stóð upp og sagði konunni til nafns míns. — Hún
nefndi líka nafn sitt, og nafn hennar var Una Gísladóttir.
— Þessa konu hafði jeg aldrei áður sjeð. En jeg þóttist
vita, að hún væri móðir förunautar míns. — Hún var
smávaxin og fjörleg og stakk við, þegar luin gekk, að því
er virtist af gigt í mjöðminni. — Hún var dökkhærð, brún-
eyg og fríð sýnum. — Andlitssvipurinn var óvenjulega
göfugmannlegur, en þó nokkuð slitlegur og markaður
mikilli og alvarlegri lífsreynslu. — Úr augum hennar
geislaði einkennilegum litbrigðum af náttúrlegri góð-
semi, alvöru og miklum húmör. — Stundum varð hún
alt í einu eins og blítt sólskin í framan, en á næsta augna-
bliki varð andlitið alvarlegt og áhyggjufult. — Hún bauð
mig velkominn í húsið og liorfði litla stund á mig og
brosti við mjer, og mjer fanst hún lesa í huga minn alt
um hagi mína. — Hún var augsýnilega gædd mikilli inn-
sæisgáfu. — Að því búnu vjek hún út úr stofunni um
sömu dyr og hún kom inn um, en jeg og förunautur
minn fórum að drekka kaffið og jeta vínarbrauðin og
snúðana.
Jeg fann þægilegan yl líða út um líkama minn við hvern
bita og sopa, sem jeg rendi niður. — Jeg hafði ekki
smakkað volgan drykk í nokkrar vikur, og ekki bragðað
heitan mat í meira en tvo mánuði. — Það var dálítið
einkennilegt að vera nú alt í einu farinn að drekka heitt.
Líffæri mín virtust ekki skilja það fyrst í stað, en svo fór
jeg að finna hræringar frá nýju lífi seytla um þetta liálf-
kulnaða skar, og veröldin byrjaði að verða mjer ívið
meira viðkomandi en undanfarnar vikur. — Það leið stutt
stund, þá kom húsfreyja aftur inn í stofuna og fór með