Hlín - 01.01.1961, Síða 29
Hlín 27
bakkann með bollunum út úr stofunni og kom með þá
aftur fulla af kaffi og setti á borðið fyrir framan okkur. —
í þá daga tíðkaðist ekki að drekka rneira en tvo bolla af
kaffi í einu. — Mig langaði ekki heldur í meira. — Líkam-
inn var ekki ennþá nægilega vaknaður af martröð hins
langa hungurs til þess að gera kröfur. — Hún gekk afttur
út úr stofunni, og baksvipur hennar var þreyttur og góð-
mannlegur. — Við hjeldum áfram að rabba svolítið sam-
an, förunautur minn og jeg, og jeg fann, að hann var
1 luggáfaður og hugsaði flest með nokkuð öðrum hætti en
ungir menn, sem jeg hafði áður kynst. — Svo fór jeg að
verða liræddur við, að jeg væri búinn að sitja hjer of lengi
og stóð upp og bjóst til farar. — Jeg var kominn fram á
gólfið milli borðsins og dyranna, senr við höfðum gengið
inn um. Þá kemur húsfreyja ennþá fram í stofuna, nemur
staðar á gólfinu fyrir framan mig, lrorfir á mig og segir
brosandi: „Þjer málið hús?“ — Mjer hnykti við. — Hvern-
ig veit hún þetta? „Það getur nú varla heitið,“ svara jeg.
„Jeg þarf að biðja yður að gera mjer dálítinn greiða. Það
stendur svoleiðis á fyrir mjer, að jeg þarf að láta mála
húsið mitt í sumar. — Mjer var nú að detta í hug að spyrja
yður, hvort þjer mynduð ekki vilja mála það fyrir mig.“ —
„Er það utan?“ spyr jeg skelkaður. — „Það er bæði að ut-
an og innan. Jeg þyrfti að láta mála það alt. Það er svo
langt síðan það hefur verið málað.“ — „Jeg skal reyna
það,“ svara jeg. — Nú dró þreytusvip yfir andlit hús-
freyju, og hún sagði: „Því miður get jeg ekki borgað yður
vinnuna í peningum. En þjer skuluð fá að borða hjá
mjer, á rneðan þjer eruð að mála og svo í þrjá mánuði á
eftir. — Haldið þjer, að þjer getið gert yður ánægðan með
])að?“ „Já, jeg held nú það,“ svara jeg, og jeg varð allur
innilega glaður. — Svo spurði jeg: „Ætti jeg þá kannski
að byrja á morgun?“ Þótt jeg fyndi mig ekki hafa krafta
til að standa við málaravinnu að svo stöddu. — „Nei, ekki
fyr en eftir nokkra daga,“ svarar húsfreyja. „Jeg lief ekki
aura fyrir málningu nú sem stendur. En jeg á lítilræði