Hlín - 01.01.1961, Side 37
Hlin
35
Þórunn náði háum aldri, þrátt fyrir sín miklu og
margvíslegu störf. — Hún andaðist 92 ára gömul.
Kunnugur skrifar: Þórunn saumaði marga karlmanns-
fatnaði í höndunum, þegar hún var í Kotinu, eigi aðeins
á heimamenn, heldur líka fyrir hina og aðra, þar á meðal
fyrir prestinn. Hún steypti líka kerti fyrir jólin, eins og
þá var títt, og einnig fyrir kirkjuna.
Kynni mín a£
ÞÓRUNNI GÍSLADÓTTUR,
grasakonu.
Eftir Jóhönnu Jónsdóttur, frá Seyðisfirði.
Það var árið 1916, að jeg kyntist fyrst Þórunni grasa-
konu. Jeg var þá búsett á Seyðisfirði.
Það atvikaðist þannig, að vinkona mín, er bjó í næsta
húsi, hafði lengi verið lasin af slæmri brjósthimnubólgu,
verið hjá læknum í Reykjavík, en gat ekki batnað alveg,
var rúmliggjandi. — Um það leyti kom Þórunn til Seyð-
isfjarðar, og fór brátt orð af hennar lækningum, bæði
með bruna og grasaseyði. — Vinkona mín frjetti þetta og
ljet sækja Þórunni, og hún ákvað að reyna brunabakstur.
Jeg kom daglega til konunnar og kyntist þá aðferðum
Þórunnar. — Þær voru þannig: Hún vatt hreint Ijerefts-
stykki upp úr steinolíu, eins stórt og eymslin voru, og
lagði við, svo sjúkradúk, og þá rekkjuvoð utan um a-lt
saman. — Svo var sjúklingurinn látinn liggja 4 tíma, eða
þangað til sviðinn var farinn úr (því olían brendi auðvit-
að), svo hljóp upp stór brunablaðra, og sviðinn hvarf al-
veg, en sjúklingurinn átti að liggja góða stund á eftir. —
Svo tók Þórunn umbúðirnar frá. Olíustykkið var alt með
gulum blettum af vessum úr sárinu. Þessum klút var
brent, og látin við græðismyrsl, sem Þórunn hafði búið
til: Soðið úr jurtafeiti og vallhumli, ásamt jurt, sem þurk-
ar vessa. — Ljereftsklútur, vættur í smyrslunum, sem voru
3*