Hlín - 01.01.1961, Qupperneq 38
36
Hlin
brædd, fljótandi, aðeins volg, lagður yfir sárið. — Sjúkra-
dúkurinn, sem hafði verið sótthreinsaður, var lagður yfir,
og svo rekkjuvoðin vafin utanum sjúklinginn. — Svo var
skift um á hverjum morgni, og altaf brent ljereftsstykkj-
inu, sem var við sárið.
Þetta grjeri á fáum dögurn, og sjúklingurinn fjekk góð-
an bata.
Þórunn ljet sjúklinga sína drekka daglega jurtaseyði af
lækningagrösum, sem styrktu og hrestu.
Þórunn kendi líka þeim, sem vildu, eða nentu, að búa
til grasaöl. — í það var haft hrútaberjalyng, aðalbláberja-
lyng, ljónslöpp, maríustakkur, velansjurt, jakobsfífill,
helluhnoðri, litunarmosi, álftakólfur. — Allar voru jurt-
irnar þvegnar vel og soðnar, sem svarar 20 mínútum, síað-
ar, og látið í mikið af púðursykri, látið svo kólna, helt á
flöskur, eða í eikarkúta. — Þetta er látið gerast í 10—14
daga, er þá ágætt öl, freiðandi, bragðgott, hressandi og
nærandi. — Við höfðum það með mat og við þorsta. — Jeg
átti góðan eikarkút með rjettum útbúnaði: krana og
sponsi, því jeg hafði áður altaf bruggað heimilisöl (hvítt
öl), úr malti og humlum, sem altaf fluttist í verslanir og
var mikið notað á Seyðisfirði áður fyr. — Á stærri heim-
ilum var altaf bruggað, að minsta kosti jólaöl. — Þetta
var gert eftir vissum reglum og með sjersttökum áhöld-
um, jeg átti þau fyrir mitt heimili.
Þórunni þótti gott að vera á Seyðisfirði. Það átti nú við
hana að tína grösin í Bjólfinum, sem er svo fjölskrúðugur,
þessi grös eru þar alveg ótæmandi.
Þórunn lagði mikið á sig að safna jurturn og sjóða til
að hjálpa sjúkum, enda tókst 'henni ágætlega að færa
s júkum lieilsubót og lífsgleði, og henni fylgdu góðir hug-
ir hvar sem hún fór. — Það mat hún mest, enda það besta
sem m-aðurinn á.
Fólk borgaði bara eftir efnnm og ástæðum, sumir gátu
ekkert borgað nema þakklætið. Þórunn fjekst aldrei
neitt um það. — Þórunn var einlæg trúkona, álít jeg, að