Hlín - 01.01.1961, Síða 40
38
Hlín
og ei'u þær víðkunnar: Elín, Brynhildur, María, Áslaug.
— Einn sonur: Pjetur, skipstjóri.
Sex ára að aldrímisti Elín föður sinn. Hann druknaði
í ísafjarðardjúpi 8. septern-
ber 1892. — Elín ólst eftir
það upp hjá móður sinni
til 12 ára áldurs. Þá fluttist
liún til Sigríðar, föðursyst-
ur sinnar, að Brekku í
Fljótsdal, sem þar bjó með
fyrri manni sínum, Sigurði
Br y n j ól f ssy n i, (sys tursyn i
síra Sigurðar Gunnarsson-
ar á Valþjófsstað), en seinna
á Víðivöllum, fremri, með
síðari manni sínum,
Tryggva Ólafssyni.
Árið 1908, 6. september, giftist Elín Vilhjálmi Gunn-
laugssyni Snædal á Eiríksstöðum á Jökuldal. — Hófu
þau búskap þar í tvíbýli við móður Vilhjálms, Steinunni
Vilhjálmsdóttur (alþingismanns Oddssonar), og síðai i
manni hennar, Einari hreppstjóra Eiríkssyni. — Tveim
árum síðar tóku þau, Elín og Vilhjálmur, til ábúðar prest-
setursjörðina Hoíteig, mikla bújörð, en fluttu þaðan í
Eiríksstaði aftur eftir 6 ár, í sama tvíbýli, en stuttu síðar
við Jón Snædal, bróður Vilhjálms, og Stefaníu Karlsdótt-
ur, konu hans.
Eiríksstaðir eru mikil jörð. Tvíbýlið hamlaði því ekki,
að Vilhjálmur og Elín rækju þar rausnar búskap. —
Heimilið var gestkvæmt og viðtökur alúðlegar, höfðing-
legar og eftirminnilegar. — Hafði htisfreyjan þar miklu
hlutverki að gegna, sem hún rækti svo með ágætutm, að
orðfleigt var.
Elín var lærð ljósmóðir. Auk umsvifamikilla hús-
móðurstarfa gegndi hún 1 jósmóðurstörfum í Jökuhlals-
hreppi fulla tvo áratugi, og gegndi þeim með sömu ágæt-