Hlín - 01.01.1961, Page 42
40
Hlín
Foreldrar Soídíu voru ógift, og naut hún ekki samvista
við þau, en kom kornung í fóstur til föðursystur sinnar,
Steinunnar Guðmundsdóttur, mætrar konu, er gekk
lienni í móðurstað. — Steinunn átti Eyjólf Eyjólfsson frá
Stórólfshvoli, þau bj uggu í Langagerði í Hvolshreppi. —
Eyjólfur fjell frá snemma, en Steinunn giftist aftur.
Seinni maður hennar var Þorleifur Einarsson frá Hall-
geirsey.
Þau bjuggu fyrst í Landeyjum, á Kirkjulandi og svo
á Ljótarstöðum, en að síðustu í Vestmannaeyjum. — Með
fóstru sinni fluttist Soffía 7 ára gömul að Kirkjulandi,
En þaðan vorið 1909 til Vestmannaeyja, ásamt mannsefni
sínu, Guðmundi Ólafssyni frá Lágafelli í Landeyjum. —
Foreldrar hans voru Ólafur bóndi Ögmundsson og kona
hans, Vilborg Þorbjarnardóttir. — Guðmundur og Soffía
giftust 6. nóvember 1909. — Guðmundur var einn hinna
fyrstu vjelstjóra, er Vestmannaeyingar liófu vjelbátáút-
gerð, starfsmaður góður og hraustmenni, gekk enn að
störfum á síðastl. vetri, }>rátt fyrir allháan aldur.
Litlu eftir aldamóttin hafði Guðmundur verið vjel-
stjóri á fiskibátum á Austfjörðum, áður en Eyjamenn
fengu vjelbáta (sbr. Þorsteinn Jónsson í Laufási: „For-
mannsæfi í Eyjum“.)
Guðmundur reisti íbúðarhús á fyrstu árum sínum í
Eyjum (nú Vestmannabraut 29), og bjuggu þau hjón þar
alla stund síðan.) — Þau eignuðust tvær dætur, eru þær
báðar giftar og búsettar í Eyjum: 1. Hulda, maður hennar
er Helgi Þorsteinsson, vjelstjóri, dætur þeirra tvær:
Hrafnhildur, gift, búsett í Reykjavík, og Helga. 2. Auð-
ur, maður hennar, Lýður Brynjólfsson, kennari, böm
þeirra þrjú: Ásgeir Guðmundur, Brynhildur og Skúli.
Soffía var mjög vel gefin kona, bókelsk og listhneigð,
liafði næmt söngeyra og viðfeldna rödd. — Hún <las mikið
og hafði yndi af að ræða um bækur og brjóta til mergjar
viðfangsefni þeirra. Það gleymist varla þeim sem áttu tal
við haría um efni, sem henni voru hugleikin. — Hi'm