Hlín - 01.01.1961, Page 49
Hlín
47
enn heimsækir hún vini sína og kunningja ;í heimilin í
Vopnafirði, og er jafnan reiðubúin að rjetta lijálpai
hönd við að sauma eða lagfæra, þar sem þess er þörf. —
Við vinir hennar og samferðamenn minnumst hennar á
þessum afmælisdegi hennar með virðingu og þökk fyrir
liennar ágætu störf og samfylgd á lífsleiðinni. Við vonum,
að henni megi endast starfsgleðin til æfiloka, og að æfi-
kvöldið megi verða lienni blítt og friðsælt, eftir hinn
langa og ágæta vinnudag.
12. febrúar 1961,
Guðbjörg Hjartardóttir frá Hofi.
Sigrún P. Blöndal
Þegar Sigrún P. Blöndal, skólastýra á Hallormsstað,
ljest í nóv. 1944, var um hana skrifað í blöð og tímarit. Alt
var þar vel og maklega sagt,
og þó hvergi um of. — En
meir mun þó ósagt, og svo
mun verða hjer. — Sá
strengur verður ekki sleg-
inn, er ómað gæti við hið
djúpa og auðuga sálarlíf
Sigrúnar, þessarar fágætu,
ógleymanlegu konu. — Þótt
nú sjeu liðin 16 ár frá láti
hennar, er þó alt eins og
nýtt. — Þannig er það, sem
aldrei gleymist.
Sextán ára gömul fór Sig-
rún í Kvennaskóla Reykja-
víkur, svo vel búin að heimamentun, að hún settist í 4.
bekk. — Þar bar okkar fundum fyrst saman. Kynningin
Sigrújj. Pnlsdótlir 16 ára gömul.