Hlín - 01.01.1961, Page 50
48
Hlin
við hana varð eins og framhaldsskóii. — Vinátta liennar
hin dýra perla, er aldrei glataðist.
Eftir skólavistina fór Sigrún utan, og var við nám, með-
al annars í Askov, og aflaði sjer víðtækrar mentunai'.
Hún las úrvals bókmentir, innlendar sem erlendar, alt
upp í heimspeki, og varð hámentuð. — Erlend mál urðu
henni nærtæk, íslensk tunga hjartakærust.
Um heimilisiðnað ljet hún sjer mjög ant. — Vefnað
lærði hún til hlítar, og vann honum mikið gagn, bæði í
ræðu og riti. — Hann varð nátengdur hennar innra lífi
eins og bókmentirnar.
„Grunnurinn dökki, það er mín æfi,
ívafið rauða er kærleikur þinn.“
Ást á ljóðum var Sigrúnu í blóð borin. — Mun hún
hafa erft það bæði frá föður og móður, sem bæði voru
fluggáfuð.
Sigrún var 4 ára, er faðir hennar ljest. — Hjelt þá ekkja
hans, frú Elísabet Sigurðardóttir, áfram búskap með
styrkri stoð frú Guðríðar Jónsdóttur, sem Sigrún kallaði
stjúpu. — Hún var stjúpa föður hennar, og móðir Björg-
vins, sýslumanns á Efra-Hvoli.
Hjá þessum tveim stórmerku konum ólst Sigrún upp
við mikið ástríki og mikla menningu.
Ritgerð sú, er Sigrún skrifaði um þær í „Hlín, 1932, er
sígild, og gefur sanna og eftirminnilega mynd af æsku-
heimili hennar. — Hið fagra umhverfi Hallormsstaðar
bjó altaf í hennar sál hvar sem hún fór. — Þar vildi hún
lifa og starfa og þar vildi hún hvílast.
Þegar hún var horfin þar sjónum, voru allir sem skildu
hana best, sammála um það, að horfin væri sú, er breyta
vildi auðn í akur í allri merkingu. — Sú er þoldi ekki
ómenning nje yfirlæti, en varð þó að þola sitt hvað vegna
starfs síns og stöðu, vegna síns brennandi áhuga, að æsk-
unni mætti skiljast livað til hennar friðar heyrir, ef svo
mætti segja.