Hlín - 01.01.1961, Page 52
50
Hlin
VIÐ ANDLÁTSFREGN SIGRÚNAR P. BLÖNDAL
„Það syríir að þá sumir kveðja.“
Mörg óvænt frjettist andlátsfregn,
]>ví ægivaldi staðið gegn ei getur nokkurt mannlegt megn.
En marga stund er þungt að þreyja,
er þekkir vinir frá oss deyja.
Mjer fanst sem skylli skrugguhljóð,
er skerti gleði og beygði móð,
jeg oft var lostin harmi hljóð, er vissi jeg mína vini hverfa,
en verst nam þetta að mjer sverfa.
Því sífelt þinn er sótti jeg fund,
mjer sönn það reyndist gleðistund,
er hægði sál og hresti lund,
hve mikinn þátt í mínum kjörum
þú margoft tókst með þínum svörum.
Það var mín einlæg, örugg trú,
að ennþá mörg ár lifðir þú,
svo auðgað gætir bygð og bú
með hollri kenslu húsmæðranna,
það harma jeg nú, að dauðinn bannar.
Guð blessi þig á banastund og blíðra vina endurfund,
þar engin særir sorgarund,
þjer veiti hann á vegum nýjum,
í veröld ofar harmaskýjum.
Margrjet Sigfúsdóttir, Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal.