Hlín - 01.01.1961, Side 58
56
Hlin
en allir þektu liana, það var auðsjeð. — Þuríður var vel-
viljuð og vinsæl, laus við tilgerð eða tildur, gerði sjer ekki
mannamun, var hagsýn og nærgætin, þekti og skildi ástæð-
ur almennings.
Oít kom mjer lil liugar, að þessa þekkingu, þessa liæl i-
leika, hefði átt að nota í almenningsþágu, í þágu iátækra
mála t. d. — Nota sjer vinsældir hennar og þekkingu á
högum alþýðunnar. Og fjármálavit hafð’i frændkona mín
í ríkum mæli, og ráð undir liverju rifi til að koma sínti
máli fram. Ekki vantaði ráðsnild og góða greind. — En
það er oft svo, að okkur notast ekki hæfileikar borgar-
anna sem skyldi.
Þuríður líktist mest föðurömmu sinni og nöfnu, Þuríði
stórbóndakonu á Spákonufelli, bæði í sjón og raun. Þur-
íður á Felli fluttist á unga aldri austan úr Eyjafirði með
kaupmannsl jölskyldu í Höfðakaupstað, en giftist síð-
an Jósep bónda á Spákonufelli og bjó þar stórbúi um
langan aldur, merk og vinsæl kona. — Annars runnu
margar sterkar rætur sarnan í skapgerð og hæfileikum
Þuríður Jakobsdóttur, þessarar nokkuð sjerkennilegu,
ágætu merkiskonu.
Guð blessi liana og dóttur hennar, þá góðu konu!
H. B.
Sigurlaug Guðmundsdóttir.
Ási i Vatnsdal.
Fædd 12. júní 1868, á Haukagili í Vatnsdal.
Dáin 3. maí 1960 í Reykjavík.
Altaf frá því við vorum börn skrifuðumst við á, eða
jafnskjótt og við fórunt að draga til stafs, það urðu
70-80 ár.
Ás var, að nijer fanst altaf, eins og mitt annað heimili.
— Þar var Jónas afi minn, Guðmundur föðurbróðir, og