Hlín - 01.01.1961, Side 59
Hlm 57
/ Baðstofu hjeraðshœlisins á Blöndtiósi.
hans ágæta kona, Ingibjörg Markúsdóttir, og þar var
Lauga mín, frænka, svo góð og skemtileg, og seinna meir
Guðmunndur Olafsson, sá merki og góði maður Sigur-
laugar, og svo öll fósturbörnin góðu. — Þau urðu víst
sjö.
Það var sjálfsagt að bregða sjer fram í dalinn okkar
fagrá, e£ maður var á ferð á Norðurlandi, sjá frændur og
vini, og njóta samveru þess uin lengri eða skemri tíma
el'tir ástæðum. Og eftir að jeg eignaðist reiðhestinn góða,
sem þau Áshjón gáfu mjer, varð alt hægra um vik með
ferðalögin, enda gefinn mjer í því skyni, sagði Sigurlaug,
að jeg gæti komið oftar. — Já, „Dóru-Gráni“ var sannar-
lega góð gjöf, og víða fórum við um landið saman.
Ásheimilið var skemtilegt, friðsælt og traust:, þar leið
öllum vel, mönnum og málleysingjum. — Sigurlaug elsk-
aði Ás af öllum mætti sinnar ríku og sterku skapgerðar,
og vildi alt gera sem jörðinni mætti til sóma og fegrunar
verða. — Hún var búkona mikil, sá vel um alt, er maður