Hlín - 01.01.1961, Page 60
58
Hlín
hennar var fjarvistum, bæði á Alþingi og í öðrum störf-
um. — Heimilið var fornbýlt, nóg starfsfólk, nóg af öllu.
— Sigurlaug hafði frjálsar hendur, hafði allajafna elda-
konu, en skamtaði allan mat, og mikill var sá matur, sem
þar var framreiddur, handa mörgu fólki í 40 ár, vel til-
búinn, af hreinlæti, vandvirkni og kunnáttu. — Sigurlaug
var bókakona mikil, enda bókakostur góður, hún las
mikið, einkurn á vetrum, er tími vanst til.
Oft voru í Ási sumargestir, lengri og skemri tíma ár
hvert, vinir og frændur. Allir voru velkomnir, undu sjer
vel, heimilið var svo frjálslegt og traust. Fólkið svo frótt
og elskulegt. — Við Soffía Guðlaugsdóttir vorum þar
sumarið 1 í) 10 langan sumartíma.
Eftir fráfall Guðmundar Ólafssonar, bónda Sigurlaug-
ar, og þegar alt gamla fólkið var fallið frá, seldi Sigur-
laug Ás, því börn áttu þau hjón eltki, sem upp komust, og
íósturbörnin voru farin víðsvegar. — Eftir það var Sigur-
laug hjá fósturbörnum sínum til skiftis.
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir, vorum við frænd-
konurnar saman á Hjeraðshæli Húnvetninga um skeið.
Var mjer það mikið ánægjuefni, að frændkona mín var
hjer vistkona ásamt mjer. — Þessi mynd er tekin þann
vetur.
Síðustu ár æfi sinnar las Sigurlaug mikið, og varð ein
hin fróðasta kona um sagnir og ættir, sjerstaklega í Húna-
þingi. En landið alt, og saga þess, varð lrennar vettvangur.
Var oft leitað til hennar af fræðimönnum, minnið var
svo sjerstaklega trútt, og frásögnin skýr og skemtileg. —
Án efa hefði Sigurlaug komist langt á fræðimannabraut,
ef hún iiefði þegar í æsku mátt lielga sig því starfi. — Eng-
ann mann dáði hún meira en dr. Hannes iÞorsteinsson,
fræðimann, til hans vitnaði hún oft og til hans leitaði
hún, þegar þekking hennar þraut. H. B.